Innlent

Sprengjugabb í Íslandsbanka

Lögregla var kölluð í útibú Íslandsbanka við Lækjargötu í Reykjavík skömmu fyrir hádegi í gær vegna miða sem starfsmenn bankans töldu vera sprengjuhótun. Reyndist um gabb eða misheppnað spaug að ræða en að sögn lögreglunnar í Reykjavík skrifaði nítján ára gamall maður á miðann. Lögregla tók miðann með sér og telst málið upplýst. Þá barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um innbrot í bíl við Súluhöfða klukkan átta í gærmorgun, en úr honum hafði verið stolið hljómflutningstækjum um nóttina. Nokkuð hefur verið um innbrot í bíla í Reykjavík síðustu vikurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×