Erlent

Sæ­strengur milli Eist­lands og Finn­lands rofinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands.
Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands. EPA-EFE/KIMMO BRANDT

Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 

Orpo tilkynnti á X að yfirvöld væru að rannsaka málið, en að truflunin eigi ekki að hafa áhrif á rafmagnsframboð. Þrátt fyrir jólahátíð fylgdust yfirvöld grannt með gangi mála.

Tveir fjarskiptastrengir í Eystrasalti, milli Sviþjóðar og Danmerkur, voru eyðilagðir í síðasta mánuði. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækis hefur tjáð fjölmiðlum að ekki sé hægt að útiloka að um skemmdarverk sé að ræða. 

Finnski ríkismiðillinn Yle greinir frá því að ýmislegt bendi til þess að skip, sem skráð er í Hong Kong, á leið til Sanktí Pétursborgar, hafi haft eitthvað með bilunina að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×