Innlent

Dæmdur fyrir að taka við þýfi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrítugan karlmann í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að hafa þann 5. janúar síðastliðinn tekið við þremur fartölvum að verðmæti um 700 þúsund krónur úr höndum bróður síns þrátt fyrir að honum hafi mátt vera ljóst að þeim hefði verið stolið úr versluninni Office One um nóttina. Ákærði játaði fyrir dómi að hafa samþykkt að geyma einhverja hluti fyrir bróður sinn en hann neitaði að hafa vitað að munirnir væru fengnir með auðgunarbroti. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og hlaut síðast sex mánaða fangelsisdóm í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×