Innlent

Fjárdráttur á sambýli verði kærður

Meintur fjárdráttur starfsmanns á sambýli á vegum Reykjavíkur verður kærður til lögreglu, reynist grunur á rökum reistur. Starfsmaður sambýlis geðfatlaðra í Krummahólum í Reykjavík liggur undir grun um að hafa dregið sér verulegar fjárhæðir frá íbúum sambýlisins. Starfsmaðurinn hefur unnið þar um árabil, en talið er að meintur fjárdráttur hafi staðið yfir í langan tíma. Lára Björnsdóttir, yfirmaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, en sambýlið heyrir undir það, sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að þegar grunur um fjárdráttinn hafi vaknað hafi ákveðið ferli farið í gang og innri endurskoðun sé að kanna hvort að grunurinn sé á rökum reistur. Komi í ljós við rannsóknina rökstuddur grunur um saknæmt athæfi verði málinu umsvifalaust vísað til lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×