Erlent

Fréttamynd

Tugir líka hafa þegar fundist

Farþegaflugvél með um hundrað og sextíu farþega og tíu manna áhöfn um borð hrapaði í austur hluta Úkraínu í dag. Vélin var á leið frá Suður-Rússlandi til Sánkti Pétursborgar. Vélin hrapaði um fjörutíu og fimm kílómetra norður af bænum Donetsk og er flakið sagt standa í ljósum logum.

Erlent
Fréttamynd

Kynferðisafbrot í Kambódíu

Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir að misnota tvær ungar stúlkur í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá München sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ítalir setja Ísraelum skilyrði

Ítalir munu ekki leiða alþjóðlegt friðargæslulið í Líbanon ef Ísraelsher hættir ekki árásum sínum á Suður-Líbanon. Utanríkisráðherra Ítalíu, Massimo D'Alema, greindi frá þessu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Ánægður með hagvöxt í Frakklandi

Hagvöxtur í Frakklandi jókst um 1,1 prósent í júní. Landsframleiðsa jókst um 0,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi og er búist við að framleiðslan aukist um 1,9 prósent á árinu. Thierry Breton, fjármálaráðherra landsins, er hæstánægður með aukninguna, sem er sú mesta í 20 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lestarslys á Spáni

Lest fór af sporinu á Norður-Spáni í gær með þeim afleiðingum að sex manns létust og um sextíu særðust.

Erlent
Fréttamynd

Elsti maður í heimi

Elsti maður í heimi, Rican Emiliano Mercado frá Púertó Ríkó hélt upp á hundraðasta og fimmtánda afmælisdaginn sinn í gær með fjölskyldu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Mikil eyðilegging í Srifa

Af þeim 180.000 flóttamönnum sem flúðu yfir til Sýrlands þegar átök Hizbollah og Ísraelshers stóðu yfir, hafa meira en 140.000 snúið aftur til Líbanon. Það var ekki fögur sjón sem beið íbúa þorpsins Srifa í Suður-Líbanon er þeir sneru til síns heima eftir að vopnahléið milli skæruliða Hizbollah og Ísraelshers tók gildi fyrir viku.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar handteknir vegna kynferðisafbrota í Kambódíu

Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir kynferðisafbrot á ungum stúlkum í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá Munchen sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu.

Erlent
Fréttamynd

Guðalíkneski drekka mjólk

Hundruð þúsunda Indverja flykktust í musteri víðs vegar um Indland í gær, eftir að fregnir bárust þess eðlis að líkneski af guðinum Ganesh væru farin að drekka mjólk.

Erlent
Fréttamynd

Öll lönd hafa skrifað undir

Rauði krossinn tilkynnti í gær að öll fullvalda ríki heims, 194 talsins, hefðu undirritað Genfarsáttmálann um stríðsátök. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur samningur telst algildur í samfélagi þjóða. Svartfellingar voru síðastir þjóða til undirskriftar, í byrjun ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Ellefu ákærðir í London

Ellefu menn hafa verið ákærðir í Bretlandi í tengslum við hið meinta samsæri um að sprengja í loft upp allt að tíu farþegaþotur á leiðinni milli Bretlands og Bandaríkjanna. Átta þeirra voru ákærðir fyrir samsæri um að fremja morð. Einni konu var sleppt úr haldi án ákæru, og sitja ellefu aðrir, sem ekki hafa verið ákærðir, í gæsluvarðhaldi.

Erlent
Fréttamynd

Ný lota réttarhalda yfir Saddam Hussein

Þótt dómur hafi ekki enn verið kveðinn upp í fyrstu réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, var í gær byrjað að rétta yfir honum fyrir fleiri ógnarverk sem framin voru í stjórnartíð hans. Að þessu sinni fjöldamorð á Kúrdum.

Erlent
Fréttamynd

Ítalir vilja leiða friðargæslu

Unnið er að nýrri ályktun SÞ. Ehud Olmert sætir harðri gagnrýni heima fyrir og kennir forverum sínum í starfi um að hafa sofið á verðinum.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlitssveitin dregur sig í hlé

Kólombó Ulf Henricsson, yfirmaður norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, kallaði í gær alla starfsmenn sína til höfuðborgarinnar Kólombó, þar sem átök í landinu hafi harðnað og sveitinni sé meinaður aðgangur að ýmsum svæðum til að fylgjast með brotum á vopnahléssamkomulaginu.

Erlent
Fréttamynd

Vatnsskortur í vændum

Vísindamenn vara við því að þriðjungur jarðarbúa standi frammi fyrir yfirvofandi vatnsskorti. Þetta kom fram á alþjóðlegri vatnsráðsstefnu sem fram fer þessa vikuna í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Erlent
Fréttamynd

Hamas-foringi handtekinn

Ísraelskir hermenn réðust inn á heimili og handtóku aðstoðarforsætisráðherra Palestínumanna, Nasser Shaer, á Vesturbakkanum um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Fjarvera Mladic óafsakanleg

Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi yfir sjö mönnum sem voru háttsettir í her Bosníu-Serba og eru ákærðir fyrir meinta hlutdeild þeirra í fjöldamorðunum á um átta þúsundum Bosníu-múslima í bænum Srebrenica. En fjarvera æðsta yfirmanns þeirra, hershöfðingjans Ratko Mladic, varpaði skugga yfir réttarhaldið.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar handteknir

Tveir Þjóðverjar voru meðal fimm manna sem handteknir voru í Kambódíu, grunaðir um að hafa misnotað ungar telpur kynferðislega. Hinir þrír eru Víetnamar. Annar Þjóðverjinn var handtekinn eftir að hann reyndi að flýja lögreglu með því að stökkva af svölum íbúðar sinnar. Í íbúð hans fann lögregla fjórar víetnamskar stelpur og myndband sem sýndi hinn Þjóðverjann, barnaskólakennara í Kambódíu, hafa kynmök við tvær þeirra. Lögreglan í Kambódíu hefur undanfarið handtekið þó nokkra erlenda íbúa landsins, grunaða um að misnota börn.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast úrbóta á flugvöllum

Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Ryanair hótuðu því á föstudag að höfða mál gegn breskum yfirvöldum, uppfylli þau ekki kröfur félagsins um að öryggiseftirlit með farþegum verði fært aftur til fyrra horfs og að bætt verði innan viku úr starfsmannaskorti á flugvöllum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fann slöngu í kjallaranum

Karlmaður í Eskilstuna í Svíþjóð varð óþægilega undrandi þegar hann fór niður í kjallara hjá sér aðfaranótt sunnudags. Í kjallaranum hafi eins og hálfs metra eiturslanga hringað sig á gólfinu.

Erlent
Fréttamynd

Grunnt á því góða milli fylkinga

Skothríð upphófst í Kinshasa, höfuðborg Kongó, annan daginn í röð í gær, en spenna er mikil í borginni vegna nýafstaðinna forsetakosninga. Svo virtist sem skothríðin hefði átt sér stað nærri heimili fyrrverandi uppreisnarleiðtoga sem keppti við Joseph Kabila, sitjandi forseta, um embættið í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging banaði tugi manna

Sprenging varð á yfirbyggðum markaði í Moskvu í Rússlandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tíu fórust og 31 slasaðist. Tveir hinna látnu voru börn.

Erlent
Fréttamynd

Létu vísa tveimur frá borði

Breskir flugfarþegar neituðu að hleypa flugvél á loft fyrr en tveir karlmenn af asískum uppruna, sem þeir grunuðu um að vera hryðjuverkamenn, yrðu færðir frá borði. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Mail.

Erlent
Fréttamynd

Þrír látnir og tveggja saknað

Þrír menn fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Búdapest í Ungverjalandi á sunnudag. Tveggja er enn saknað, en nær 300 særðust í veðrinu, þar af 40 lífshættulega.

Erlent
Fréttamynd

Meiri hætta á krabbameini

Verkamenn á olíuborpöllunum í Norðursjó eru í miklu meiri hættu á alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini en aðrir Norðmenn. Í frétt Norska Dagbladet segir að á hverju ári láti tólf til þrjátíu og tveir verkamenn á olíuborpöllum lífið vegna áhrifa vinnunnar á heilsu þeirra. Rannsóknir sýna að dánarlíkur karlmanna á olíuborpöllunum eru allt að 41 prósentum hærri en hjá norskum körlum almennt.

Erlent
Fréttamynd

Íranar meina eftirliti aðgang

Íranar hafa meinað eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að neðanjarðarkjarnorkuvinnslustöð þeirra. Segja erindrekar SÞ þetta auka grun um að ekki sé allt með felldu í kjarnorkuáætlun þeirra.

Erlent
Fréttamynd

58 fórust þegar lestir rákust á

Að minnsta kosti 58 manns fórust þegar tvær járnbrautalestir rákust á í norðurhluta Egyptalands á háannatíma í gærmorgun. Líklegt þykir að tala látinna fari hækkandi, því að á annað hundrað manns slösuðust jafnframt í slysinu, margir lífshættulega.

Erlent