Erlent

Þjóðverjar handteknir vegna kynferðisafbrota í Kambódíu

Mynd/AP

Tveir Þjóðverjar og þrír Kambódíumenn voru handteknir í gær fyrir kynferðisafbrot á ungum stúlkum í Kambódíu. Þar á meðal var fjörutíu og tveggja ára gamall grunnskólakennari frá Munchen sem starfaði í einkaskóla í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu. Lögreglan handók hann í íbúð sinni eftir að myndsspóla fannst þar sem maðurinn hafði mök við tvær víetnamskar stúlkur á barnsaldri. Móðir einnar stúlkunnar og par sem leigði stúlkurnar til viðskiptavina voru einnig handtekin. Þó nokkrir útlendingar hafa undanfarið verið handteknir í Kambódíu fyrir kynferðisafbrot á börnum og eiga þeir yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×