Erlent

Mikil eyðilegging í Srifa

Mynd/AP

Af þeim 180.000 flóttamönnum sem flúðu yfir til Sýrlands þegar átök Hizbollah og Ísraelshers stóðu yfir, hafa meira en 140.000 snúið aftur til Líbanon. Það var ekki fögur sjón sem beið íbúa þorpsins Srifa í Suður-Líbanon er þeir sneru til síns heima eftir að vopnahléið milli skæruliða Hizbollah og Ísraelshers tók gildi fyrir viku. Þorpið er í rúst og búið að jafna mörg heimili við jörðu. Björgunarmenn hafa fundið 32 lík undir rústunum. Þorpið er í tuttugu og tveggja kílómetra fjarlægð frá Týrus og lenti hvað verst úti í árásum Ísraelshers í þá 34 daga sem átökin stóðu yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×