Erlent

Þjóðverjar handteknir

Tveir Þjóðverjar voru meðal fimm manna sem handteknir voru í Kambódíu, grunaðir um að hafa misnotað ungar telpur kynferðislega. Hinir þrír eru Víetnamar. Annar Þjóðverjinn var handtekinn eftir að hann reyndi að flýja lögreglu með því að stökkva af svölum íbúðar sinnar. Í íbúð hans fann lögregla fjórar víetnamskar stelpur og myndband sem sýndi hinn Þjóðverjann, barnaskólakennara í Kambódíu, hafa kynmök við tvær þeirra. Lögreglan í Kambódíu hefur undanfarið handtekið þó nokkra erlenda íbúa landsins, grunaða um að misnota börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×