Erlent

Vatnsskortur í vændum

dýrmætt vatn Þriðjungur íbúa jarðarinnar stendur frammi fyrir vatnsskorti.
dýrmætt vatn Þriðjungur íbúa jarðarinnar stendur frammi fyrir vatnsskorti. MYND/AP

Vísindamenn vara við því að þriðjungur jarðarbúa standi frammi fyrir yfirvofandi vatnsskorti. Þetta kom fram á alþjóðlegri vatnsráðsstefnu sem fram fer þessa vikuna í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Í nýrri skýrslu sem gefin var út í upphafi ráðstefnunnar kemur fram að bráðnauðsynlegt sé að finna skilvirkari leiðir til að nota vatnsbirgðir jarðarinnar, til að koma í veg fyrir fátækt og umhverfistjón.

Skýrslan byggir á fimm ára rannsókn sem gerð var af Alþjóðlegu vatnsnýtingarstofnuninni, en sú stofnun hefur höfuðstöðvar á Srí Lanka.

Í henni segir að sérstaklega sé mikilvægt að bæta vatnsnýtingu í landbúnaði þróunarlandanna. Þar væri hægt að byggja fleiri vatnsgeyma, betrumbæta áveitur og framleiða nytjaplöntur sem þola þurrk betur.

„Vatnsnýting seinustu fimmtíu árin dugir engan veginn í framtíðinni, þegar kemur að því að eiga við vatnsskort,“ sagði Frank Rijsberman, yfirmaður stofnunarinnar.

Um 1.500 vísindamenn frá um 140 löndum sitja ráðstefnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×