Erlent

Íranar meina eftirliti aðgang

Íranar hafa meinað eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að neðanjarðarkjarnorkuvinnslustöð þeirra. Segja erindrekar SÞ þetta auka grun um að ekki sé allt með felldu í kjarnorkuáætlun þeirra.

Í dag eiga Íranar að svara formlega tillögu Öryggisráðs SÞ um að hætta auðgun úrans, eða sæta refsingum ella. Hafa ráðamenn þó skýr­lega gefið til kynna að auðguninni verði ekki hætt. Bandaríkin og fleiri ríki telja að Íranar noti auðgað úran til að framleiða kjarnorkuvopn, en Íranar hafa staðfastlega fullyrt að öll kjarnorkuvinnsla þeirra sé í friðsamlegum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×