Erlent

Fangelsaður fyrir að kveikja í hænsnabúi

Hænsnabú Danskur maður hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir að bera eld að hænsnabúi nágranna síns í Taílandi.
Hænsnabú Danskur maður hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir að bera eld að hænsnabúi nágranna síns í Taílandi. MYND/Hari

Dani nokkur hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Taílandi fyrir að hafa kveikt í hænsnabúi nágranna síns. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken.

Stríðið á milli James Christiansen og nágranna hans hófst eftir að nágranninn fann dauða kjúklinga og kenndi nokkrum fyrrum húsbóndalausum hundum um, sem Christiansen hafði tekið að sér. Christiansen var gert að greiða bætur, en mótmælti upphæðinni.

Síðar fannst einn hundurinn dauður eftir að hafa étið rottueitur, og er Christiansen sagður hafa borið eld að hænsnabúinu í kjölfar þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×