Erlent

Fréttamynd

Kirkjutorg Notre Dame nefnt eftir páfa

Kirkjutorgið fyrir framan Notre Dame kirkjuna í París var í gær endurnefnt og heitir nú eftir Jóhannesi Páli páfa öðrum. Á þriðja hundrað manna mótmæltu á torginu í gær að páfanum heitna skuli hlotnast slíkur heiður.

Erlent
Fréttamynd

Blóðug átök öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum

Fjórtán liggja í valnum og tæplega áttatíu liggja sárir eftir átök íslamskra öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum í dag. Hermenn voru sendir í leiðangur um fjalllendi hinnar svokölluðu Jolo-eyju þar sem íslamskir vígamenn voru taldir vera í felum, sem kom á daginn.

Erlent
Fréttamynd

Sex börn létust í eldsvoða

Sex systkini létust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Móðir barnanna og þrjú systkini til viðbótar slösuðust í eldinum, en börnin sem létust voru á aldrinum þriggja til fjórtán ára.

Erlent
Fréttamynd

Hermaður NATO beið bana eftir árás samherja

Einn hermaður NATO lést og nokkrir særðust í árás samherja þeirra í Suður-Afganistan í morgun. Hermennirnir áttu í átökum við vígamenn úr röðum talíbana og höfðu kallað eftir aðstoð frá lofthernum.

Erlent
Fréttamynd

„Krókódílamaðurinn" lést eftir árás stingskötu

Ástralski sjónvarpsmaðurinn Steve Irwin, best þekktur fyrir nána umgengni sína við krókódíla og önnur viðsjárverð dýr, lést í nótt eftir árás stingskötu í köfunarferð. Irwin var að gera heimildarmynd um stóra kóralrifið við Norðaustur Queensland þegar atburðurinn átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuárás við kaffihús í Tyrklandi

Tveir létust og sjö særðust í sprengingu í bænum Catak í suðausturhluta Tyrklands í gær. Talsmaður lögreglunnar segir að sprengjan, sem komið hafði verið fyrir fyrir utan kaffihús, hafi verið fjarstýrð.

Erlent
Fréttamynd

Vill vera hjá pabba í Pakistan

Ung skosk stúlka, Molly Campbell, sagði á fréttamannafundi í Pakistan í dag að hún vildi fremur dvelja hjá föður sínum í Pakistan en móður sinni í Skotlandi. Foreldrar stúlkunnar eru skilin og hafa deilt um forræði yfir henni.

Erlent
Fréttamynd

Ítalir taka sér stöðu í Líbanon

Ítalskar hersveitir gengu áfram á land í Suður-Líbanon í dag, annan daginn í röð. Talsmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon sagði að 880 ítalskir hermenn yrðu komnir til landsins og búnir að taka sér stöðu fyrir austan hafnarborgina Tírus fyrir kvöldið.

Erlent
Fréttamynd

Skutu niður georgíska herþyrlu

Aðskilnaðarsinnar í Suður-Ossetíu skutu í dag niður herþyrlu stjórnarhersins í Georgíu, að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax. Suður-Ossetía er hérað í Georgíu, en aðskilnaðarsinnar hafa stjórnað héraðinu með með stuðningi rússneskra stjórnvalda um árabil.

Erlent
Fréttamynd

Mannfall í átökum í Afganistan

Þrír kanadískir hermenn voru meðal þeirra sem féllu í hörðum bardögum í Afganistan, að sögn afganska varnarmálaráðuneytisins í dag. Herir Atlandshafsbandalagsins og uppreisnarmenn talibana hafa undanfarið barist í Kandahar sýslu

Erlent
Fréttamynd

Evrópufar hrapar á tunglið

Fyrsta geimfar Evrópumanna lauk ferð sinni í dag á fyrirfram ætlaðan hátt með því að rekast á tunglið. Evrópska geimferðastofnunin stóð fyrir förinni, sem hófst fyrir þremur árum.

Erlent
Fréttamynd

Íranar vilja semja en ekki hætta að auðga úran

Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur eftir forseta Írans að Íranar séu reiðubúnir að semja um kjarnorkumál, en að þeir muni ekki hætta við að auðga úrans áður en samningaviðræður hefjast.

Erlent
Fréttamynd

Pottur brotinn í eftirliti með hraðakstri í Danmörku

Lene Espersen dómsmálaráðherra Danmerkur hefur beðið ríkislögreglustjóra í Danmörku að kanna hvort pottur sé brotinn í eftirliti með hraðakstri. Danska blaðið Berlingske Tidende komst að því nýlega að afar mismunandi er hvernig staðið er að umferðareftirliti í hinum ýmsu lögregluumdæmum.

Erlent
Fréttamynd

Íraska stjórnin tekur við Abu Ghraib

Íraska stjórnin hefur nú tekið við lyklavöldum í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi. Enginn fangi var í fangelsinu þegar bandaríski herinn lét það af hendi.

Erlent
Fréttamynd

Ítalskir hermenn koma til Líbanons

Ítalskir hermenn komu til Suður-Líbanons í dag til að styrkja friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Með því glæðast vonir um að takast megi að koma í veg fyrir að átök brjótist út að nýju í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán handteknir í Bretlandi

Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi og í morgun fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Málið tengist hvorki handtöku tuttugu manna í júlí, sem ætluðu að sprengja flugvélar á leið til Bandaríkjanna, né hryðjuverkunum í Lundúnum í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Brad Pitt hjálpar í New Orleans

Leikarinn Brad Pitt var staddur í Louisiana í gær og aðstoðaði heimamenn við að endureisa hús sín eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir svæðið fyrir um ári síðan.

Erlent
Fréttamynd

Tígrisdýr í útrýmingarhættu

Umhverfissinnar í Kína fögnuðu nýjum umhverfislögum í dag sem banna dráp og viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Lögin voru samþykkt eftir mikinn þrýsting frá frjálsum félagasamtökum sem höfðu áhyggjur af því að tígrisdýr væru hugsanlega í útrýmingarhættu.

Erlent
Fréttamynd

Góður hagvöxtur innan ESB

Hagvöxtur aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) jókst um 0,9 prósent á öðrum ársfjórðungi sem er 0,1 prósentustigi meira en í fjórðungnum á undan. Hagvöxturinn, sem nemur 2,8 prósentum á ársgrundvelli, var meiri en í Bandaríkjunum og Japan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Áttatíu látnir eftir flugslys í Íran

Að minnsta kosti 80 manns létust eftir að eldur kom upp í flugvél sem var að lenda í borginni Mashhad í norðausturhluta Írans í morgun. Eftir því sem ríkissjónvarp Írans greinir frá kviknaði í vélinni eftir að eitt af dekkjum vélarinnar sprakk í lendingu.

Erlent
Fréttamynd

Umsátursins í Beslan minnst

Grátandi foreldrar og þungbúnir embættismenn minntust þess í dag að tvö ár eru liðin frá einni blóðugustu hryðjuverkaárás í Rússlandi þegar 333 manns létu lífið í umsátrinu um barnaskólann í Beslan.

Erlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu

Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent í aðildarríkjum myntbandalags Evrópusambandsins (ESB) í júlí, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu ESB. Þetta er 0,8 prósentustiga samdráttur á milli mánaða. Á sama tíma mældist 8,0 prósenta atvinnuleysi innan aðildarríkja ESB og helst það óbreytt á milli mánaða. Á sama tíma fyrir ári mældist hins vegar 8,7 prósenta atvinnuleysi í aðildarríkjum ESB.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ford selur Aston Martin

Forsvarsmenn bandaríska bílaframleiðandans Ford opinberuðu í gær áætlanir þess efnis að selja hugsanlega hluta af framleiðslulínu og vörumerki Aston Martin sportbílsins. Aston Martin bílar eru í dýrari kantinum en 1.700 manns vinna við framleiðslu hans í Buckinhamshire í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Næsta kynslóð tunglfara mun ferðast með Óríon

Næsta kynslóð tunglfara frá bandarísku geimferðastofnuninni munu ferðast í nýju geimskipi með nafninu Óríon. NASA tilkynnti í gær samning sinn við bandaríska geimskipaframleiðandann Lockheed Martin sem yfirleitt hefur framleitt ómönnuð geimför.

Erlent