Erlent

Blóðug átök öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum

Fjórtán liggja í valnum og tæplega áttatíu liggja sárir eftir átök íslamskra öfgamanna og stjórnarhersins á Filippseyjum í dag. Hermenn voru sendir í leiðangur um fjalllendi hinnar svokölluðu Jolo-eyju þar sem íslamskir vígamenn voru taldir vera í felum, sem kom á daginn. Yfirvöld á Filippseyjum hafa, í samvinnu við bandarísk stjórnvöld, staðið fyrir umfangsmiklum aðgerðum á eyjunni undanfarnar vikur til að leita uppi slíka hópa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×