Erlent

Mannfall í átökum í Afganistan

Afganski stjórnarherinn nýtur aðstoðar Atlantshafsbandalagsins í átökum við talibana.
Afganski stjórnarherinn nýtur aðstoðar Atlantshafsbandalagsins í átökum við talibana.

Þrír kanadískir hermenn voru meðal þeirra sem féllu í hörðum bardögum í Afganistan, að sögn afganska varnarmálaráðuneytisins í dag. Herir Atlandshafsbandalagsins og uppreisnarmenn talibana hafa undanfarið barist í Kandahar sýslu. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins segir að 89 talibanar hafi fallið í árásum NATO herja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×