Erlent

„Krókódílamaðurinn" lést eftir árás stingskötu

MYND/AP

Ástralski sjónvarpsmaðurinn Steve Irwin, best þekktur fyrir nána umgengni sína við krókódíla og önnur viðsjárverð dýr, lést í nótt eftir árás stingskötu í köfunarferð. Irwin var að gera heimildarmynd um stóra kóralrifið við Norðaustur Queensland þegar atburðurinn átti sér stað. Þyrla með bráðatæknum flaug til móts við hann en hann lést með stingskötunál í hjartastað. Irwin öðlaðist heimsfrægð fyrir þátt sinn Krókódílaveiðarinn og varð mörgum um og ó þegar hann sprangaði um í krókódílastíum í Ástralska dýragarðinum en verst leist mönnum þó á blikuna þegar hann leiddi barnið sitt með sér inn til krókódílanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×