Erlent

Næsta kynslóð tunglfara mun ferðast með Óríon

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins. Mynd/AP

Næsta kynslóð tunglfara frá bandarísku geimferðastofnuninni munu ferðast í nýju geimskipi með nafninu Óríon. NASA tilkynnti í gær samning sinn við bandaríska geimskipaframleiðandann Lockheed Martin sem yfirleitt hefur framleitt ómönnuð geimför. Óríon tilvonandi á að koma í staðinn fyrir geimskutluflota NASA og flytja fólk til tunglsins og jafnvel til Mars. Lockheed Martin varð fyrir valinu til að smíða Óríon þrátt fyrir erfiðleika í síðasta samstarfi, þegar NASA eyddi rúmum sextíu og þremur milljörðum íslenskra króna í undirbúningsvinnu fyrir geimfar sem aldrei var svo smíðað vegna tæknilegra vankanta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×