Erlent

Tígrisdýr í útrýmingarhættu

Umhverfissinnar í Kína fögnuðu nýjum umhverfislögum í dag sem banna dráp og viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Lögin voru samþykkt eftir mikinn þrýsting frá frjálsum félagasamtökum sem höfðu áhyggjur af því að tígrisdýr væru hugsanlega í útrýmingarhættu.

Þúsundir tígrisdýra voru eitt sinn í Kína og tígrisdýr spila stóran þá í þjóðsögum og söngvum landsins. Meðal annars er búið er að banna át á tígrisdýrum en löngum hefur verið talið að þau hafi lækningarmátt. Nú er talið að einungis um 50 villt tígrisdýr séu eftir í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×