Erlent

Íraska stjórnin tekur við Abu Ghraib

Íraska stjórnin hefur nú tekið við lyklavöldum í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi. Enginn fangi var í fangelsinu þegar bandaríski herinn lét það af hendi. Abu Ghraib var miðstöð óhæfuverka á stjórnartíma Saddams Husseins. Bandaríkjaher notaði það til að halda hundruðum manna sem voru handteknir í kjölfar innrásarinnar 2003. Ári síðar komu fram myndir sem sýndu bandaríska hermenn misþyrma íröskum föngum í fangelsinu og fram komað fangar hefðu látið lífið af völdum illrar meðferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×