Viðskipti Síminn: Taka höndum saman Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, Tryggingamiðstöðina og Talsímafélagið um að skila inn tilboði í Landssímann. Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, og fulltrúar Almennings sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Orri Vigfússon, talsmaður Almennings, vildi ekki játa þessu né neita. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13 Alcoa vill álver fyrir norðan Alcoa á Íslandi, sem er að reisa Fjarðarál á Reyðarfirði, óskaði í gær eftir formlegum viðræðum við íslensk stjórnvöld um byggingu álvers á Norðulandi. Innlent 13.10.2005 19:13 Skiluðu inn tilboði í Símann Almenningur, Burðarás, Tryggingamiðstöðina og Talsímafélagið skiluðu inn tilboði í Landssímann í dag samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13 Gerðu tilboð í 99% hlut Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13 Fjárfestar vilja almenning með Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13 Samvinnan lifir í Skagafirði Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra var sá mesti í yfir hundrað ára sögu félagsins. Það er nú orðið stærsta fyrirtækið á Norðurlandi vestra sé horft til veltu. Sjávarútvegsfyrirtæki KS er það þriðja stærsta á Íslandi. Á meðan samvinnufélög á Íslandi gáfu upp öndina hefur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri stýrt sínu félagi í gegnum ólgusjó umbreytinga í íslensku atvinnulífi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13 Falla frá málsókn á hendur deCODE Fallið hefur verið frá málsókn gegn deCODE genetics og stjórnendum þess sem bandarískt lögfræðifyrirtæki ætlaði að höfða. Taldi lögfræðistofan að stjórnendur deCODE hefðu þrýst gengi félagsins upp með því að birta villandi tilkynningar og með því að leyna vandamálum í innri stjórnun félagsins Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13 Fresturinn rennur út í dag Frestur til að skila inn tilboðum í Símann rennur út í dag. Um fimmtíu áhugasamir fjárfestar hafa fengið útboðsgögnin í hendur en samkvæmt þeim reglum sem settar hafa verið þarf hvert tilboð að vera frá hópi sem settur er saman úr a.m.k. þremur hópum eða fjárfestum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13 Kapphlaup um orku fyrir álver Kapphlaup virðist hafið milli Norðuráls og Alcan, sem á álverið í Straumsvík, um að tryggja sér orku til meiri álframleiðslu Suðvestanlands. Bæði fyrirtækin hafa þreifað fyrir sér um orkukaup hjá Landsvirkjun. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:33 Fasteignamarkaður sé að róast Fasteignaverð er ekki að lækka og framboð á fasteignum ekki að aukast. Þetta segir Ólafur B. Blöndal, framkvæmdastjóri Fasteign.is. Hann segir þó markaðinn vera að róast og að hækkanir séu að öllum líkindum yfirstaðnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:33 Frelsisáskrift Vodafone í útlöndum Og Vodafone hefur tekið í notkun Ferðafrelsi, nýja þjónustu fyrir Frelsis viðskiptavini fyrirtækisins sem eru á leið til útlanda. Frelsis notendur þurfa ekki að gerast áskrifendur til þess að nota þjónustuna heldur einungis að skrá sig í Ferðafrelsi Og Vodafone. Þannig geta þeir hringt úr Frelsis númeri og fyllt á inneign á meðan dvöl þeirra í útlöndum stendur yfir. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Mega hafa opið á morgun Matvöruverslunum með verslunarrými undir 600 fermetrum er nú heimilt að hafa opið alla helgidaga nema jóladag og mega þær því hafa opið á morgun, hvítasunnudag, og annan í hvítasunnu. Emil B. Karlsson, hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir ástæður fyrir breytingunum vera kröfur neytenda um rýmri afgreiðslutíma. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Vill byggja álver í Helguvík Norðurál hyggst reisa allt að 250 þúsund tonna álver á iðnaðarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis í gærkvöldi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Sameinast undir Icelandic USA Fyrrverandi dótturfélag SÍF, Samband of Iceland, í Bandaríkjunum er að sameinast dótturfélagi SH, Icelandic USA, í Bandaríkjunum og verða báðar verksmiðjurnar undir nafni Icelandic USA. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Deilt um nýstofnað fyrirtæki Mál fjórmenninganna sem hættu skyndilega hjá Iceland Seafood og stofnuðu fyrirtæki í beinni samkeppni, verður flutt í héraðsdómi í dag. Fjórmenningarnir hættu störfum hjá Iceland Seafood í desemberlok og stofnuðu í kjölfarið Seafood Union, sem er í beinni samkeppni við Iceland Seafood. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Nýr framkvæmdastjóri Iceland Express Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Samið við Kína um fríverslun Ísland verður að öllum líkindum fyrsta ríkið í Evrópu sem mun gera fríverslunarsamning við Kína. Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landanna sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Innlent 13.10.2005 19:12 Komu að kaupum Glaziers Íslensku bankarnir koma að kaupum auðkýfingsins Malcolms Glaziers í Manchester United. Breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbankans, mun hafa keypt nær 112 milljónir hluta í enska stórliðinu Manchester United fyrir bandaríska auðkýfinginn Malcolm Glazier sem hefur undanfarið ár reynt í allnokkrum tilraunum að ná félaginu til sín. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:12 Afkoma BNbank batnar Hagnaður BNbank á fyrsta ársfjórðungi 2005 nam 603 milljónum íslenskra króna en bankinn er í eigu Íslandsbanka sem hagnaðist um þrjá milljarða á fyrsta ársfjórðungi. Um er að ræða talsverðan bata í rekstri BNbank frá síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Í viðræðum um kaup á fyrirtæki Viðskipti með bréf í Actavis Group voru stöðvuð um hádegið í dag og í kjölfarið sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu þar sem staðfest var að viðræður um kaup á fyrirtæki séu langt á veg komnar þótt óvíst sé hvort þeim viðræðum ljúki með samkomulagi. Klukkan eitt var síðan opnað fyrir viðskiptin á ný og hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins hækkað verulega í Kauphöllinni og er nú 42. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Stofna félag um stóriðju Blása á til sóknar í stóriðjumálum á Norðurlandi. Stofnfundur félags með þetta markmið verður á Akureyri á þriðjudag. Í yfirlýsingu frá hópnum segir að mikið sé af óbeislaðri orku bæði í fallvötnum og jarðvarma. Félagið ætlar að beita sé með beinum og óbeinum hætti fyrir því að þessi orka verði beisluð og nýtt til eflingar atvinnulífs. Innlent 13.10.2005 19:12 6 milljarða hagnaður Landsbankans Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi var sex milljarðar króna eftir skatta. Arðsemi eigin fjár var 82 prósent og er þetta besta afkoma bankans frá upphafi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Hagnaður bankanna 20 milljarðar Samanlagður hagnaður bankanna nam rúmum 20 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hagnaður KB banka nam rúmum 11 milljörðum króna, hagnaður Íslandsbanka nam þemur milljörðum króna og Landsbankinn var með slétta sex milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Neysluverðsvísitalan lækkar Neysluverðsvísitalan lækkaði á milli mánaða. Lækkunin nemur 0,54%. Lækkunina má meðal annars rekja til harðrar verðsamkeppni á matvörumarkaði sem reyndar ríkir enn en verð á dagvöru lækkaði um 4% á milli tímabila. Þá lækkaði eigið húsnæði í vísitölu neysluverðs um 1,4%. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Krónan hefur lækkað um 8,6% Krónan lækkaði um ríflega eitt prósent í morgun eftir birtingu vísitölu neysluverðs. Greiningardeild Íslandsbanka segir krónuna hafa lækkað nokkuð hratt síðustu vikur en frá því að gengi krónunnar stóð hæst á árinu, í lok marsmánaðar, hefur gengi hennar lækkað um 8,6 prósent. Dollarinn hefur á sama tíma hækkað úr tæpum 59 krónum í 66 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12 Skuldir heimilanna aukist um 87% Útlán innlánsstofnanna til heimila námu alls um 369 milljörðum í lok marsmánaðar. Frá því að bankarnir hófu að bjóða ný íbúðalán til almennings hafa heimilin alls aukið skuldbindingar sínar við innlánsstofnanir um 172 milljarða króna, eða 87%. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:11 Eimskip til Símans Síminn og Eimskip hafa gert með sér þjónustusamning sem felur í sér að Síminn veiti Eimskip heildarfjarskiptaþjónustu. Innifalið í samningnum er öll fjarskiptaþjónusta fyrir fyrirtækið, meðal annars talsímaþjónusta, farsímaþjónusta, Internet og víðnetsþjónusta auk ýmiskonar virðisaukandi þjónustu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:11 Netbankinn fellur frá skilyrðum vegna íbúðalána Netbankinn býður nú íbúðalán með 4,15% föstum vöxtum án nokkurra skilyrða um önnur bankaviðskipti. Lánin eru til kaupa á íbúðarhúsnæði eða til endurfjármögnunar á eldri lánum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:11 Flugfloti Sterling tvöfaldaður Flugfloti flugfélagsins Sterling, sem er í eigu Íslendinga, verður tvöfaldaður á næstunni, að sögn Almars Arnar Hilmarssonar, forstjóra félagsins. Hann segir í samtali við danska blaðið <em>Politiken</em> að gert sé ráð fyrir hagnaði af rekstrinum á þessu ár en tapið á síðasta ári var á annan milljarð króna. Hann segir ljóst að félagið hafi ekki verið keypt fyrir á fjórða milljarð króna til að láta það standa í stað. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:11 Vilja reisa eitt álver í viðbót Við höfum áhuga á að reisa eitt álver á Íslandi í viðbót," segir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls. Hann segir þó margt óljóst ennþá. Ekki sé vitað hvar næsta álver eigi að vera, hve stórt það verði og hvaðan orkan verði fengin. Málið sé á hugmyndastigi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:11 « ‹ 186 187 188 189 190 191 192 193 194 … 223 ›
Síminn: Taka höndum saman Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, Tryggingamiðstöðina og Talsímafélagið um að skila inn tilboði í Landssímann. Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, og fulltrúar Almennings sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Orri Vigfússon, talsmaður Almennings, vildi ekki játa þessu né neita. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13
Alcoa vill álver fyrir norðan Alcoa á Íslandi, sem er að reisa Fjarðarál á Reyðarfirði, óskaði í gær eftir formlegum viðræðum við íslensk stjórnvöld um byggingu álvers á Norðulandi. Innlent 13.10.2005 19:13
Skiluðu inn tilboði í Símann Almenningur, Burðarás, Tryggingamiðstöðina og Talsímafélagið skiluðu inn tilboði í Landssímann í dag samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13
Gerðu tilboð í 99% hlut Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13
Fjárfestar vilja almenning með Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13
Samvinnan lifir í Skagafirði Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra var sá mesti í yfir hundrað ára sögu félagsins. Það er nú orðið stærsta fyrirtækið á Norðurlandi vestra sé horft til veltu. Sjávarútvegsfyrirtæki KS er það þriðja stærsta á Íslandi. Á meðan samvinnufélög á Íslandi gáfu upp öndina hefur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri stýrt sínu félagi í gegnum ólgusjó umbreytinga í íslensku atvinnulífi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13
Falla frá málsókn á hendur deCODE Fallið hefur verið frá málsókn gegn deCODE genetics og stjórnendum þess sem bandarískt lögfræðifyrirtæki ætlaði að höfða. Taldi lögfræðistofan að stjórnendur deCODE hefðu þrýst gengi félagsins upp með því að birta villandi tilkynningar og með því að leyna vandamálum í innri stjórnun félagsins Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13
Fresturinn rennur út í dag Frestur til að skila inn tilboðum í Símann rennur út í dag. Um fimmtíu áhugasamir fjárfestar hafa fengið útboðsgögnin í hendur en samkvæmt þeim reglum sem settar hafa verið þarf hvert tilboð að vera frá hópi sem settur er saman úr a.m.k. þremur hópum eða fjárfestum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:13
Kapphlaup um orku fyrir álver Kapphlaup virðist hafið milli Norðuráls og Alcan, sem á álverið í Straumsvík, um að tryggja sér orku til meiri álframleiðslu Suðvestanlands. Bæði fyrirtækin hafa þreifað fyrir sér um orkukaup hjá Landsvirkjun. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:33
Fasteignamarkaður sé að róast Fasteignaverð er ekki að lækka og framboð á fasteignum ekki að aukast. Þetta segir Ólafur B. Blöndal, framkvæmdastjóri Fasteign.is. Hann segir þó markaðinn vera að róast og að hækkanir séu að öllum líkindum yfirstaðnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:33
Frelsisáskrift Vodafone í útlöndum Og Vodafone hefur tekið í notkun Ferðafrelsi, nýja þjónustu fyrir Frelsis viðskiptavini fyrirtækisins sem eru á leið til útlanda. Frelsis notendur þurfa ekki að gerast áskrifendur til þess að nota þjónustuna heldur einungis að skrá sig í Ferðafrelsi Og Vodafone. Þannig geta þeir hringt úr Frelsis númeri og fyllt á inneign á meðan dvöl þeirra í útlöndum stendur yfir. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Mega hafa opið á morgun Matvöruverslunum með verslunarrými undir 600 fermetrum er nú heimilt að hafa opið alla helgidaga nema jóladag og mega þær því hafa opið á morgun, hvítasunnudag, og annan í hvítasunnu. Emil B. Karlsson, hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir ástæður fyrir breytingunum vera kröfur neytenda um rýmri afgreiðslutíma. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Vill byggja álver í Helguvík Norðurál hyggst reisa allt að 250 þúsund tonna álver á iðnaðarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis í gærkvöldi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Sameinast undir Icelandic USA Fyrrverandi dótturfélag SÍF, Samband of Iceland, í Bandaríkjunum er að sameinast dótturfélagi SH, Icelandic USA, í Bandaríkjunum og verða báðar verksmiðjurnar undir nafni Icelandic USA. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Deilt um nýstofnað fyrirtæki Mál fjórmenninganna sem hættu skyndilega hjá Iceland Seafood og stofnuðu fyrirtæki í beinni samkeppni, verður flutt í héraðsdómi í dag. Fjórmenningarnir hættu störfum hjá Iceland Seafood í desemberlok og stofnuðu í kjölfarið Seafood Union, sem er í beinni samkeppni við Iceland Seafood. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Nýr framkvæmdastjóri Iceland Express Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Samið við Kína um fríverslun Ísland verður að öllum líkindum fyrsta ríkið í Evrópu sem mun gera fríverslunarsamning við Kína. Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landanna sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Innlent 13.10.2005 19:12
Komu að kaupum Glaziers Íslensku bankarnir koma að kaupum auðkýfingsins Malcolms Glaziers í Manchester United. Breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbankans, mun hafa keypt nær 112 milljónir hluta í enska stórliðinu Manchester United fyrir bandaríska auðkýfinginn Malcolm Glazier sem hefur undanfarið ár reynt í allnokkrum tilraunum að ná félaginu til sín. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:12
Afkoma BNbank batnar Hagnaður BNbank á fyrsta ársfjórðungi 2005 nam 603 milljónum íslenskra króna en bankinn er í eigu Íslandsbanka sem hagnaðist um þrjá milljarða á fyrsta ársfjórðungi. Um er að ræða talsverðan bata í rekstri BNbank frá síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Í viðræðum um kaup á fyrirtæki Viðskipti með bréf í Actavis Group voru stöðvuð um hádegið í dag og í kjölfarið sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu þar sem staðfest var að viðræður um kaup á fyrirtæki séu langt á veg komnar þótt óvíst sé hvort þeim viðræðum ljúki með samkomulagi. Klukkan eitt var síðan opnað fyrir viðskiptin á ný og hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins hækkað verulega í Kauphöllinni og er nú 42. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Stofna félag um stóriðju Blása á til sóknar í stóriðjumálum á Norðurlandi. Stofnfundur félags með þetta markmið verður á Akureyri á þriðjudag. Í yfirlýsingu frá hópnum segir að mikið sé af óbeislaðri orku bæði í fallvötnum og jarðvarma. Félagið ætlar að beita sé með beinum og óbeinum hætti fyrir því að þessi orka verði beisluð og nýtt til eflingar atvinnulífs. Innlent 13.10.2005 19:12
6 milljarða hagnaður Landsbankans Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi var sex milljarðar króna eftir skatta. Arðsemi eigin fjár var 82 prósent og er þetta besta afkoma bankans frá upphafi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Hagnaður bankanna 20 milljarðar Samanlagður hagnaður bankanna nam rúmum 20 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hagnaður KB banka nam rúmum 11 milljörðum króna, hagnaður Íslandsbanka nam þemur milljörðum króna og Landsbankinn var með slétta sex milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Neysluverðsvísitalan lækkar Neysluverðsvísitalan lækkaði á milli mánaða. Lækkunin nemur 0,54%. Lækkunina má meðal annars rekja til harðrar verðsamkeppni á matvörumarkaði sem reyndar ríkir enn en verð á dagvöru lækkaði um 4% á milli tímabila. Þá lækkaði eigið húsnæði í vísitölu neysluverðs um 1,4%. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Krónan hefur lækkað um 8,6% Krónan lækkaði um ríflega eitt prósent í morgun eftir birtingu vísitölu neysluverðs. Greiningardeild Íslandsbanka segir krónuna hafa lækkað nokkuð hratt síðustu vikur en frá því að gengi krónunnar stóð hæst á árinu, í lok marsmánaðar, hefur gengi hennar lækkað um 8,6 prósent. Dollarinn hefur á sama tíma hækkað úr tæpum 59 krónum í 66 krónur. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:12
Skuldir heimilanna aukist um 87% Útlán innlánsstofnanna til heimila námu alls um 369 milljörðum í lok marsmánaðar. Frá því að bankarnir hófu að bjóða ný íbúðalán til almennings hafa heimilin alls aukið skuldbindingar sínar við innlánsstofnanir um 172 milljarða króna, eða 87%. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:11
Eimskip til Símans Síminn og Eimskip hafa gert með sér þjónustusamning sem felur í sér að Síminn veiti Eimskip heildarfjarskiptaþjónustu. Innifalið í samningnum er öll fjarskiptaþjónusta fyrir fyrirtækið, meðal annars talsímaþjónusta, farsímaþjónusta, Internet og víðnetsþjónusta auk ýmiskonar virðisaukandi þjónustu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:11
Netbankinn fellur frá skilyrðum vegna íbúðalána Netbankinn býður nú íbúðalán með 4,15% föstum vöxtum án nokkurra skilyrða um önnur bankaviðskipti. Lánin eru til kaupa á íbúðarhúsnæði eða til endurfjármögnunar á eldri lánum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:11
Flugfloti Sterling tvöfaldaður Flugfloti flugfélagsins Sterling, sem er í eigu Íslendinga, verður tvöfaldaður á næstunni, að sögn Almars Arnar Hilmarssonar, forstjóra félagsins. Hann segir í samtali við danska blaðið <em>Politiken</em> að gert sé ráð fyrir hagnaði af rekstrinum á þessu ár en tapið á síðasta ári var á annan milljarð króna. Hann segir ljóst að félagið hafi ekki verið keypt fyrir á fjórða milljarð króna til að láta það standa í stað. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:11
Vilja reisa eitt álver í viðbót Við höfum áhuga á að reisa eitt álver á Íslandi í viðbót," segir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls. Hann segir þó margt óljóst ennþá. Ekki sé vitað hvar næsta álver eigi að vera, hve stórt það verði og hvaðan orkan verði fengin. Málið sé á hugmyndastigi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:11