Viðskipti innlent

Eimskip til Símans

Síminn og Eimskip hafa gert með sér  þjónustusamning sem felur í sér að Síminn veiti Eimskip heildarfjarskiptaþjónustu. Innifalið í samningnum er öll fjarskiptaþjónusta fyrir fyrirtækið, meðal annars talsímaþjónusta, farsímaþjónusta, Internet og víðnetsþjónusta auk ýmiskonar virðisaukandi þjónustu. Í samningnum er rekstraröryggi, hagkvæmni, fjölbreytt þjónustuframboð og gæði haft að leiðarljósi. Í tilkynningu frá Símanum segir að Eimskip sé eitt þeirra fyrirtækja sem eru í fararbroddi í íslensku viðskiptalífi og að Síminn sé stoltur af því trausti sem felst í þeirri ákvörðun Eimskips að fela Símanum fjarskiptaþjónustu sína. Þá segir að það sé trú beggja fyrirtækjanna að framundan sé farsælt samstarf sem muni stuðla að áframhaldandi forystu þeirra á sínum sviðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×