Viðskipti innlent

6 milljarða hagnaður Landsbankans

Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi var sex milljarðar króna eftir skatta. Arðsemi eigin fjár var 82 prósent og er þetta besta afkoma bankans frá upphafi. Grunntekjur bankans jukust úr 5,1 milljarði króna frá sama tíma í fyrra í 7,4 milljarða, en frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2003 hafa þær aukist um 80 prósent. Heildareignir bankans námu 850 milljörðum króna í lok mars á þessu ári og hafa aukist um 114 milljarða króna. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að tekjur bankans af erlendum vettvangi nemi nú um 15 prósentum af hreinum rekstrartekjum, en námu sex prósentum fyrir ári síðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×