Viðskipti innlent

Falla frá málsókn á hendur deCODE

MYND/Vísir
Fallið hefur verið frá málsókn gegn deCODE genetics og stjórnendum þess en það var bandarískt lögfræðifyrirtæki, sem heitir því þjála nafni, Lerach Coughlin Stoia Geller Rudman & Robbins LLP, sem auglýsti eftir hluthöfum sem teldu sig hafa tapað á verðlækkun á hlutabréfum í félaginu. Taldi lögfræðistofan að stjórnendur deCODE hefðu þrýst gengi félagsins upp með því að birta villandi tilkynningar og með því að leyna vandamálum í innri stjórnun félagsins á tímabilinu 29. október 2003 til 26. ágúst 2004. Stjórnendur deCode segja stefnendur hafa að eigin frumkvæði fallið frá málsóknum gegn móðurfélagi þess sem höfðað var í september sl., líklega vegna þess að þeir hafi ekki verið með nógu sterkt mál. Engar greiðslur hafi verið inntar af hendi til stefnenda í þessu sambandi, segja forsvarsmenn félagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×