Viðskipti innlent

Mega hafa opið á morgun

Matvöruverslunum með verslunarrými undir 600 fermetrum er nú heimilt að hafa opið alla helgidaga nema jóladag og mega þær því hafa opið á morgun, hvítasunnudag, og annan í hvítasunnu. Emil B. Karlsson, hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir ástæður fyrir breytingunum vera kröfur neytenda um rýmri afgreiðslutíma. Þær verslanir sem munu hafa opið bæði hvítasunnudag og annan í hvítasunnu eru 11-11 verslanirnar og 10-11 verslanirnar. Þá mun Bónus verða með opið annan í hvítasunnu en lokað á morgun og sama er að segja um Krónuna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×