Viðskipti erlent

Komu að kaupum Glaziers

Íslensku bankarnir koma að kaupum auðkýfingsins Malcolms Glaziers í Manchester United. Breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbankans, mun hafa keypt nær 112 milljónir hluta í enska stórliðinu Manchester United fyrir bandaríska auðkýfinginn Malcolm Glazier sem hefur undanfarið ár reynt í allnokkrum tilraunum að ná félaginu til sín. Honum hefur loksins tekist ætlunarverk sitt,stuðningsmönnum Manchester til mikillar gremju, en um er að ræða nær 43 prósent hlutafjár. Fyrir átti Glazer hátt í 30 prósent. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar í London miðlaði Kaupþing í Lúxemborg, fyrir hönd seljanda, 17 milljónum hluta í knattspyrnufélaginu í gær á kaupverðinu 300 pens á hlut sem er einmitt það verð sem Glazier greiðir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×