Viðskipti innlent

Skuldir heimilanna aukist um 87%

Útlán innlánsstofnanna til heimila námu alls um 369 milljörðum í lok marsmánaðar. Heimilin eru með um 255 milljarða í verðtryggðum skuldum, 60 milljarða í yfirdráttarlánum og 22 milljarða í gengisbundnum lánum. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum KB banka. Frá því að bankarnir hófu að bjóða ný íbúðalán til almennings hafa heimilin alls aukið skuldbindingar sínar við innlánsstofnanir um 172 milljarða króna, eða 87%. KB banki segir ljóst að töluverður hluti þessarar aukningar sé tilkominn vegna endurfjármögnunar og uppgreiðslu á lánum Íbúðalánasjóðs sem gerir að það að verkum að bankar og sparisjóðir hafa aukið hlutdeild sína í útlánum til almennings mikið. Verðtryggð lán hafa aukist um 170 milljarða frá því í ágúst, eða um 170%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×