England Ekkert flug til og frá Luton vegna mikils eldsvoða Búið er að loka Luton-flugvelli á Englandi vegna eldsvoða sem breiddist hratt út um bílageymslu á vellinum. Byggingin virðist hrunin að hluta og öll starfsemi vallarins liggur niðri. Erlent 11.10.2023 08:48 EM 2028 haldið á Bretlandseyjum en á Ítalíu og Tyrklandi 2032 Englendingar, Skotar, Írar og Walesverjar munu í sameiningu halda Evrópumótið í fótbolta árið 2028 en þetta var endanlega ákveðið á fundi Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA í Sviss í dag. Þá var einnig ákveðið hvar mótið fari fram árið 2032. Fótbolti 10.10.2023 10:24 Tekin úr loftinu vegna ráðabruggs um mannrán og morð Breska sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby mætti ekki í þáttinn This Morning Show, sem hún hefur stýrt frá árinu 2006 á ITV-sjónvarpsstöðinni, í morgun vegna ótta um öryggi hennar. Hinn 36 ára gamli Gavin Plumb hefur verið handtekinn vegna málsins og er grunaður um að skipuleggja mannrán og morð á Willoughby. Erlent 6.10.2023 15:43 Talinn hafa fellt sögufrægt tré við Hadríanusarmúrinn Sextán ára drengur í norðurhluta Englands hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa fellt eitt ástsælasta tré Englands. Erlent 28.9.2023 23:43 Ákærð fyrir að að reyna að bana enn einu kornabarninu Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. Erlent 25.9.2023 17:31 Bretar banna banvæna hundategund Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár. Erlent 15.9.2023 18:08 Lét gamminn geisa eftir leik og fordæmdi „fáránlega“ meðferð á Maguire Gareth Southgate, landsliðsþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, er allt annað en sáttur með þá umræðu sem hefur verið og er í gangi í kringum enska landsliðsmiðvörðinn Harry Maguire. Enski boltinn 13.9.2023 07:31 Landsleikjahlénu lokið: Stórsigur Spánverja og afmælisleikur Bretlandsþjóða Það voru nokkrir leikir á dagskrá í undankeppni EM í kvöld. Auk þess fór fram vináttulandsleikur Skota og Englendinga í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fyrsta landsleiknum í knattspyrnu. Þessum landsleikjaglugga er þar með lokið, næsta umferð undankeppninnar fer fram 12.–17. nóvember. Fótbolti 12.9.2023 20:47 Alræmdi strokufanginn handtekinn Strokufanginn Daniel Abed Khalife hefur verið handtekinn í London. Hans hafði verið leitað síðan á miðvikudagsmorgun eftir að í ljós kom að hann hafði sloppið úr fangelsinu HMP Wandsworth í suðvesturhluta höfuðborgar Bretlands. Erlent 9.9.2023 11:19 Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. Erlent 8.9.2023 21:47 Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. Erlent 6.9.2023 21:40 Leitast við að endurheimta tvö þúsund stolna safnmuni Um tvö þúsund safnmunum hefur verið stolið af Þjóðminjasafni Bretlands síðustu áratugi. Aðgerðum til þess að endurheimta munina hefur verið hleypt af stokkunum. Meðal þeirra safnmuna sem horfið hafa eru gullskartgripir og demantar. Erlent 26.8.2023 13:26 Mun aldrei sleppa úr fangelsi Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Erlent 21.8.2023 12:15 Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. Erlent 18.8.2023 12:48 Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun. Lífið 15.7.2023 09:00 Eitt barn látið í London eftir að bíll keyrði inn í barnaskóla Eitt barn er látið og sex önnur slösuð auk tveggja fullorðinna eftir að Land Rover jeppa var keyrt inn í grunnskóla í Wimbledon hverfi í suðvesturhluta London í morgun. Um er að ræða skóla fyrir stúlkur á aldrinum 4 til 11 ára. Erlent 6.7.2023 13:00 Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólosseum Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum. Innlent 5.7.2023 13:13 Margt hafi gerst á bakvið tjöldin: „Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara“ Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United á Englandi, segir síðasta tímabil hafa verið sitt besta hjá félaginu. Gengi liðsins hafi hins vegar mátt vera betra en það endaði með því að þjálfari þess hafi verið látinn fara. Enski boltinn 30.6.2023 08:30 Fórnarlömbin háskólanemar og maður á sextugsaldri Einstaklingarnir þrír sem stungnir voru til bana í Nottingham í gær voru maður á sextugsaldri og tveir 19 ára nemar við Nottingham University. Lögregla hefur 31 árs gamlan mann í haldi grunaðan um verknaðinn og telur ekki að aðrir hafi átt þátt að máli. Erlent 14.6.2023 07:30 Þrír drepnir og reynt að keyra fólk niður með sendibíl í Nottingham Rúmlega þrítugur karlmaður er í haldi lögreglunnar í Nottingham á Englandi grunaður um morð eftir að þrír fundust látnir í miðborginni í nótt. Þrír til viðbótar eru á sjúkrahúsi eftir að reynt var að aka þá niður. Lögregla lýsir atvikinu sem „hryllilegu og sorglegu“. Erlent 13.6.2023 09:08 EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. Viðskipti innlent 25.5.2023 11:31 Skipulagsyfirvöld ósátt við Damon Albarn Íslenski ríkisborgarinn og poppstjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitarstjórn í Devon sýslu í suðurhluta Englands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tónlistarmanninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis. Lífið 24.5.2023 11:50 Bassaleikari The Smiths er látinn Andy Rourke, bassaleikari ensku sveitarinnar The Smiths, er látinn, 59 ára að aldri. Lífið 19.5.2023 07:40 Þrjár stunguárásir í austurhluta Lundúna í gær Þrír voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna á föstudag, á aðeins átta klukkustundum. Um var að ræða þrjú aðskilin mál en búið er að handtaka grunaða gerendur í tveimur þeirra. Erlent 7.5.2023 00:04 Kastaði haglaskotum í höllina Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem sagður er hafa kastað haglaskotum og öðrum munum að Buckingham höll. Grunsamlegur poki sem maðurinn var með í fórum sínum var sprengdur í loft upp. Erlent 2.5.2023 20:40 Kirkjan á Englandi minnir á að Jesús var einhleypur Þjóðkirkjan á Englandi segir að það eigi að bera jafn mikla virðingu fyrir einhleypu fólki og þeim sem eru í hjónabandi. Benda þau á að Jesús hafi sjálfur verið einhleypur. Erlent 27.4.2023 23:08 Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. Erlent 23.4.2023 19:25 Gylfi Þór staddur á Íslandi eftir tvö ár í farbanni Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta er staddur hér á landi en hann var á dögunum leystur úr farbanni eftir að saksóknaraembættið í Manchester ákvað að kæra hann ekki vegna meints kynferðisbrots hans. Fótbolti 20.4.2023 12:43 Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. Innlent 15.4.2023 12:25 Fær ekki að búa í sama landi og eiginmaðurinn Íslensk kona sem vill búa í Bretlandi fær hvorki dvalarleyfi né ríkisborgararétt, þrátt fyrir að hafa verið gift breskum manni í tvo áratugi og eiga tvö börn sem eru með breskt vegabréf. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2020 hefur skapað mikil vandræði fyrir íbúa innan EES. Innlent 6.4.2023 09:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 26 ›
Ekkert flug til og frá Luton vegna mikils eldsvoða Búið er að loka Luton-flugvelli á Englandi vegna eldsvoða sem breiddist hratt út um bílageymslu á vellinum. Byggingin virðist hrunin að hluta og öll starfsemi vallarins liggur niðri. Erlent 11.10.2023 08:48
EM 2028 haldið á Bretlandseyjum en á Ítalíu og Tyrklandi 2032 Englendingar, Skotar, Írar og Walesverjar munu í sameiningu halda Evrópumótið í fótbolta árið 2028 en þetta var endanlega ákveðið á fundi Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA í Sviss í dag. Þá var einnig ákveðið hvar mótið fari fram árið 2032. Fótbolti 10.10.2023 10:24
Tekin úr loftinu vegna ráðabruggs um mannrán og morð Breska sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby mætti ekki í þáttinn This Morning Show, sem hún hefur stýrt frá árinu 2006 á ITV-sjónvarpsstöðinni, í morgun vegna ótta um öryggi hennar. Hinn 36 ára gamli Gavin Plumb hefur verið handtekinn vegna málsins og er grunaður um að skipuleggja mannrán og morð á Willoughby. Erlent 6.10.2023 15:43
Talinn hafa fellt sögufrægt tré við Hadríanusarmúrinn Sextán ára drengur í norðurhluta Englands hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa fellt eitt ástsælasta tré Englands. Erlent 28.9.2023 23:43
Ákærð fyrir að að reyna að bana enn einu kornabarninu Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. Erlent 25.9.2023 17:31
Bretar banna banvæna hundategund Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár. Erlent 15.9.2023 18:08
Lét gamminn geisa eftir leik og fordæmdi „fáránlega“ meðferð á Maguire Gareth Southgate, landsliðsþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, er allt annað en sáttur með þá umræðu sem hefur verið og er í gangi í kringum enska landsliðsmiðvörðinn Harry Maguire. Enski boltinn 13.9.2023 07:31
Landsleikjahlénu lokið: Stórsigur Spánverja og afmælisleikur Bretlandsþjóða Það voru nokkrir leikir á dagskrá í undankeppni EM í kvöld. Auk þess fór fram vináttulandsleikur Skota og Englendinga í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fyrsta landsleiknum í knattspyrnu. Þessum landsleikjaglugga er þar með lokið, næsta umferð undankeppninnar fer fram 12.–17. nóvember. Fótbolti 12.9.2023 20:47
Alræmdi strokufanginn handtekinn Strokufanginn Daniel Abed Khalife hefur verið handtekinn í London. Hans hafði verið leitað síðan á miðvikudagsmorgun eftir að í ljós kom að hann hafði sloppið úr fangelsinu HMP Wandsworth í suðvesturhluta höfuðborgar Bretlands. Erlent 9.9.2023 11:19
Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. Erlent 8.9.2023 21:47
Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. Erlent 6.9.2023 21:40
Leitast við að endurheimta tvö þúsund stolna safnmuni Um tvö þúsund safnmunum hefur verið stolið af Þjóðminjasafni Bretlands síðustu áratugi. Aðgerðum til þess að endurheimta munina hefur verið hleypt af stokkunum. Meðal þeirra safnmuna sem horfið hafa eru gullskartgripir og demantar. Erlent 26.8.2023 13:26
Mun aldrei sleppa úr fangelsi Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Erlent 21.8.2023 12:15
Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. Erlent 18.8.2023 12:48
Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun. Lífið 15.7.2023 09:00
Eitt barn látið í London eftir að bíll keyrði inn í barnaskóla Eitt barn er látið og sex önnur slösuð auk tveggja fullorðinna eftir að Land Rover jeppa var keyrt inn í grunnskóla í Wimbledon hverfi í suðvesturhluta London í morgun. Um er að ræða skóla fyrir stúlkur á aldrinum 4 til 11 ára. Erlent 6.7.2023 13:00
Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólosseum Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum. Innlent 5.7.2023 13:13
Margt hafi gerst á bakvið tjöldin: „Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara“ Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United á Englandi, segir síðasta tímabil hafa verið sitt besta hjá félaginu. Gengi liðsins hafi hins vegar mátt vera betra en það endaði með því að þjálfari þess hafi verið látinn fara. Enski boltinn 30.6.2023 08:30
Fórnarlömbin háskólanemar og maður á sextugsaldri Einstaklingarnir þrír sem stungnir voru til bana í Nottingham í gær voru maður á sextugsaldri og tveir 19 ára nemar við Nottingham University. Lögregla hefur 31 árs gamlan mann í haldi grunaðan um verknaðinn og telur ekki að aðrir hafi átt þátt að máli. Erlent 14.6.2023 07:30
Þrír drepnir og reynt að keyra fólk niður með sendibíl í Nottingham Rúmlega þrítugur karlmaður er í haldi lögreglunnar í Nottingham á Englandi grunaður um morð eftir að þrír fundust látnir í miðborginni í nótt. Þrír til viðbótar eru á sjúkrahúsi eftir að reynt var að aka þá niður. Lögregla lýsir atvikinu sem „hryllilegu og sorglegu“. Erlent 13.6.2023 09:08
EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. Viðskipti innlent 25.5.2023 11:31
Skipulagsyfirvöld ósátt við Damon Albarn Íslenski ríkisborgarinn og poppstjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitarstjórn í Devon sýslu í suðurhluta Englands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tónlistarmanninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis. Lífið 24.5.2023 11:50
Bassaleikari The Smiths er látinn Andy Rourke, bassaleikari ensku sveitarinnar The Smiths, er látinn, 59 ára að aldri. Lífið 19.5.2023 07:40
Þrjár stunguárásir í austurhluta Lundúna í gær Þrír voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna á föstudag, á aðeins átta klukkustundum. Um var að ræða þrjú aðskilin mál en búið er að handtaka grunaða gerendur í tveimur þeirra. Erlent 7.5.2023 00:04
Kastaði haglaskotum í höllina Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem sagður er hafa kastað haglaskotum og öðrum munum að Buckingham höll. Grunsamlegur poki sem maðurinn var með í fórum sínum var sprengdur í loft upp. Erlent 2.5.2023 20:40
Kirkjan á Englandi minnir á að Jesús var einhleypur Þjóðkirkjan á Englandi segir að það eigi að bera jafn mikla virðingu fyrir einhleypu fólki og þeim sem eru í hjónabandi. Benda þau á að Jesús hafi sjálfur verið einhleypur. Erlent 27.4.2023 23:08
Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. Erlent 23.4.2023 19:25
Gylfi Þór staddur á Íslandi eftir tvö ár í farbanni Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta er staddur hér á landi en hann var á dögunum leystur úr farbanni eftir að saksóknaraembættið í Manchester ákvað að kæra hann ekki vegna meints kynferðisbrots hans. Fótbolti 20.4.2023 12:43
Skoðar hvort tilefni sé til að leita réttar síns Gylfi Þór Sigurðsson er sagður liggja undir feldi nú þegar lögreglan í Manchester hefur ákveðið að fella niður rannsókn á máli hans. Hann muni á næstu dögum leita sér lögfræðilegrar ráðgjafar um hvort tilefni sé til þess að hann leiti réttar síns fyrir breskum dómstólum. Innlent 15.4.2023 12:25
Fær ekki að búa í sama landi og eiginmaðurinn Íslensk kona sem vill búa í Bretlandi fær hvorki dvalarleyfi né ríkisborgararétt, þrátt fyrir að hafa verið gift breskum manni í tvo áratugi og eiga tvö börn sem eru með breskt vegabréf. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2020 hefur skapað mikil vandræði fyrir íbúa innan EES. Innlent 6.4.2023 09:00