Fannst í Frakklandi eftir sex ára leit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2023 10:10 Alex Batty fyrir sex árum þegar lýst var eftir honum. Lögreglan í Manchester Sautján ára enskur piltur sem hafði verið saknað í sex ár fannst í Frakklandi á miðvikudag. Vegfarandi hjálpaði piltinum að komast í samband við ömmu sína með hjálp Facebook. BBC greinir frá því að Alex Batty hafi horfið sumarið 2017 eftir að hafa farið í vikuferðalag með móður sinni og móðurafa. Amma hans fór með forræði piltsins en gaf leyfi fyrir vikulangri ferð. Þau sneru aldrei aftur. Amman sagði í viðtali við BBC árið 2018 að hana grunaði að móðir Alex og afi hefðu flúið með piltinn í andlegt samfélag, líklega í Marokkó. Þau hefðu þráð öðruvísi lífstíl og ekki viljað að Alex gengi í skóla. Verið á göngu í fjóra daga BBC hefur eftir lögreglunni í Englandi að ökumaður hefði farið með Alex á lögreglustöð í Toulouse eftir að hafa tekið eftir pilti á götunni neðst í Pýreneafjöllunum snemma morguns á miðvikudag. „Hann útskýrði að hann hefði verið á göngu í fjóra daga. Hann hefði lagt af stað úr fjöllunum en sagði ekki hvaðan,“ segir ökumaðurinn Fabien Accidini. Hann hafi spurt piltinn til nafns, leitað að Alex Batty á netinu og séð að hans væri leitað. Alex hefði ætlað að komast í stórborg og þaðan í sendiráð til að fá aðstoð. Accidini hringdi þess í stað í yfirvöld í Frakklandi. Þá leyfði hann Alex að nota Facebook-aðgang sinn til að hafa uppi á ömmu sinni í Englandi. Amma, ég vil koma heim „Hæ amma, þetta er ég Alex. Ég er í Toulouse í Frakklandi. Ég vona innilega að þú fáir þessi skilaboð. Ég elska þig, ég vil koma heim.“ Lögregla hefur eftir Alex að hann hafi verið í Frakklandi í tvö ár. Hann hefði búið í afskekktum dölum í Pýreneafjöllunum, flakkað á milli staða með hópi fólks. Svæðið er þekkt fyrir að laða að sér fólk sem leitar í óhefðbundinn lífstíl. Alex fór með móður sinni og móðurafa frá Manchester í vikulangt frí til Marbella á Spáni í september 2017. Hann sást síðast við höfnina í Malaga þann 8. október sama ár, daginn sem hann átti að koma aftur til Englands. Frönsk yfirvöld höfðu samband við sendiráð Englands í París. „Þetta er flókin rannsókn sem hefur staðið yfir lengi. Við þurfum að kanna málið betur og gæta fyllsta öryggis,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í Manchester. England Frakkland Bretland Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
BBC greinir frá því að Alex Batty hafi horfið sumarið 2017 eftir að hafa farið í vikuferðalag með móður sinni og móðurafa. Amma hans fór með forræði piltsins en gaf leyfi fyrir vikulangri ferð. Þau sneru aldrei aftur. Amman sagði í viðtali við BBC árið 2018 að hana grunaði að móðir Alex og afi hefðu flúið með piltinn í andlegt samfélag, líklega í Marokkó. Þau hefðu þráð öðruvísi lífstíl og ekki viljað að Alex gengi í skóla. Verið á göngu í fjóra daga BBC hefur eftir lögreglunni í Englandi að ökumaður hefði farið með Alex á lögreglustöð í Toulouse eftir að hafa tekið eftir pilti á götunni neðst í Pýreneafjöllunum snemma morguns á miðvikudag. „Hann útskýrði að hann hefði verið á göngu í fjóra daga. Hann hefði lagt af stað úr fjöllunum en sagði ekki hvaðan,“ segir ökumaðurinn Fabien Accidini. Hann hafi spurt piltinn til nafns, leitað að Alex Batty á netinu og séð að hans væri leitað. Alex hefði ætlað að komast í stórborg og þaðan í sendiráð til að fá aðstoð. Accidini hringdi þess í stað í yfirvöld í Frakklandi. Þá leyfði hann Alex að nota Facebook-aðgang sinn til að hafa uppi á ömmu sinni í Englandi. Amma, ég vil koma heim „Hæ amma, þetta er ég Alex. Ég er í Toulouse í Frakklandi. Ég vona innilega að þú fáir þessi skilaboð. Ég elska þig, ég vil koma heim.“ Lögregla hefur eftir Alex að hann hafi verið í Frakklandi í tvö ár. Hann hefði búið í afskekktum dölum í Pýreneafjöllunum, flakkað á milli staða með hópi fólks. Svæðið er þekkt fyrir að laða að sér fólk sem leitar í óhefðbundinn lífstíl. Alex fór með móður sinni og móðurafa frá Manchester í vikulangt frí til Marbella á Spáni í september 2017. Hann sást síðast við höfnina í Malaga þann 8. október sama ár, daginn sem hann átti að koma aftur til Englands. Frönsk yfirvöld höfðu samband við sendiráð Englands í París. „Þetta er flókin rannsókn sem hefur staðið yfir lengi. Við þurfum að kanna málið betur og gæta fyllsta öryggis,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í Manchester.
England Frakkland Bretland Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira