Fyrsta flug easyJet til Akureyrar Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 15:30 EasyJet mun fljúga tvisvar í viku milli Akureyrar og Gatwick-flugvallar á þriðjudögum og laugardögum út mars á næsta ári. Isavia Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga. Í tilkynningu frá Isavia segir að samkvæmt áætlun félagsins verði flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Gatwick-flugvallar, á þriðjudögum og laugardögum út mars á næsta ári. Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla, að það hafi verið stór stund að taka á móti fyrstu easyJet flugvélinni þegar hafi lent á Akureyrarflugvelli. „Þessi góða viðbót í umferðina um Akureyrarflugvöll sýnir enn frekar hversu mikilvægt það var að ráðast í stækkun flugstöðvarinnar og allar þær framkvæmdir aðrar sem við höfum hafið á vellinum. Áætlað er að viðbyggingin verði tilbúin í lok þessa árs og mun hjálpa okkur við að taka enn betur á móti þeim farþegum sem koma til okkar með easyJet. Með breytingum á núverandi flugstöð til viðbótar verðum við svo komin með tvo aðskilda sali fyrir innanlands- og millilandaflug,“ segir Sigrún Björk. Vél easyJet lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í morgun.Isavia Þá er haft eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að flug easyJet beint til Akureyrarflugvallar sé grunnforsenda til að hægt verði að jafna árstíðarsveifluna sem enn sé mikil á Norðurlandi. Þannig verði komnar forsendur fyrir uppbyggingu heilsársferðaþjónustu og fjárfestingu á svæðinu. „Farþegar easyJet munu koma bæði í pakkaferðum ferðaskrifstofa en einnig að stórum hluta á eigin vegum og því skapast mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu til að byggja upp nýjar vörur og fá ferðamenn til að dreifast vel um svæðið. Að ná easyJet hingað norður hefur verið langhlaup sem unnið hefur verið í góðu samstarfi ferðaþjónustunnar, sveitarfélaga og stjórnvalda. Þessi dagur er gríðarlega ánægjulegur og sýnir hverju samtakamátturinn getur skilað,“ segir Arnheiður. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að norðlenska flugfélagið Niceair væri farið í þrot, en félagið bauð upp á ferðir frá Akureyrarflugvelli til Lundúna, Tenerife, Alicante og Kaupmannahafnar. Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Bretland England Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að samkvæmt áætlun félagsins verði flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Gatwick-flugvallar, á þriðjudögum og laugardögum út mars á næsta ári. Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla, að það hafi verið stór stund að taka á móti fyrstu easyJet flugvélinni þegar hafi lent á Akureyrarflugvelli. „Þessi góða viðbót í umferðina um Akureyrarflugvöll sýnir enn frekar hversu mikilvægt það var að ráðast í stækkun flugstöðvarinnar og allar þær framkvæmdir aðrar sem við höfum hafið á vellinum. Áætlað er að viðbyggingin verði tilbúin í lok þessa árs og mun hjálpa okkur við að taka enn betur á móti þeim farþegum sem koma til okkar með easyJet. Með breytingum á núverandi flugstöð til viðbótar verðum við svo komin með tvo aðskilda sali fyrir innanlands- og millilandaflug,“ segir Sigrún Björk. Vél easyJet lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í morgun.Isavia Þá er haft eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að flug easyJet beint til Akureyrarflugvallar sé grunnforsenda til að hægt verði að jafna árstíðarsveifluna sem enn sé mikil á Norðurlandi. Þannig verði komnar forsendur fyrir uppbyggingu heilsársferðaþjónustu og fjárfestingu á svæðinu. „Farþegar easyJet munu koma bæði í pakkaferðum ferðaskrifstofa en einnig að stórum hluta á eigin vegum og því skapast mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu til að byggja upp nýjar vörur og fá ferðamenn til að dreifast vel um svæðið. Að ná easyJet hingað norður hefur verið langhlaup sem unnið hefur verið í góðu samstarfi ferðaþjónustunnar, sveitarfélaga og stjórnvalda. Þessi dagur er gríðarlega ánægjulegur og sýnir hverju samtakamátturinn getur skilað,“ segir Arnheiður. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að norðlenska flugfélagið Niceair væri farið í þrot, en félagið bauð upp á ferðir frá Akureyrarflugvelli til Lundúna, Tenerife, Alicante og Kaupmannahafnar.
Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Bretland England Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira