Erlent

Tekin úr loftinu vegna ráðabruggs um mannrán og morð

Jón Þór Stefánsson skrifar
Lögreglan verndar nú Holly Willoughby eftir að upp komst um ráðabrugg sem hefði getað ógnað lífi hennar.
Lögreglan verndar nú Holly Willoughby eftir að upp komst um ráðabrugg sem hefði getað ógnað lífi hennar. EPA

Breska sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby mætti ekki í þáttinn This Morning Show, sem hún hefur stýrt frá árinu 2006 á ITV-sjónvarpsstöðinni, í morgun vegna ótta um öryggi hennar. Hinn 36 ára gamli Gavin Plumb hefur verið handtekinn vegna málsins og er grunaður um að skipuleggja mannrán og morð á Willoughby.

Hann er sakaður um að hafa falist eftir því að þriðji aðili myndi myrða Willoughby á milli þriðjudags og miðvikudags þessarar viku. Þessu skipulagning hans að hafa farið fram milli mánudags og þriðjudags.

Plumb hafi hvatt þennan aðila til að koma sér til Bretlands og ræna sjónvarpskonunni vinsælu.

BBC hefur eftir lögreglunni að rannsókn hennar hafi farið fram á gríðarlega skömmum tíma. Þrátt fyrir það hafi margir komið að rannsókninni, bæði innan bresku lögreglunnar og hjá erlendum samstarfsaðilum.

Líkt og áður segir kom Willoughby ekki fram í sjónvarpsþætti sínum í morgun, en þá var hún í vernd lögreglunnar. Lögreglan segir málið í forgangi hjá sér og að áfram verði gætt að öryggi sjónvarpsstjörnunnar.

Í tilkynningu frá ITV segir að fregnirnar séu mikið áfall fyrir alla á sjónvarpsstöðinni, einkum hjá morgunþætti Willoughby. „Við veitum Holly og fjölskyldu hennar allan þann stuðning sem við getum á þessum erfiðu tímum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×