Erlent

Fimm­tán og sex­tán ára drengir létust í stunguárás í Bristol

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Árásin var gerð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 
Árásin var gerð á tólfta tímanum í gærkvöldi.  Getty

Tveir drengir, fimmtán og sextán ára, voru stungnir til bana í borginni Bristol í Bretlandi í gærkvöldi. 

Tveir voru handteknir og eru í haldi lögreglu vegna málsins, 44 ára gamall maður og fimmtán ára piltur. Talsmaður lögreglunnar í Bristol sagði á blaðamannafundi leit standa yfir af fleirum sem grunaðir eru um aðild að málinu. 

Þá sagði hann að morðrannsókn sé hafin vegna málsins. Búið er að leggja hald á eitt ökutæki vegna rannsóknarinnar.

Loks kom fram að lögreglan í Bristol muni setja upp bráðabirgðalögreglustöð skammt frá vettvangi morðsins þar sem nánari upplýsingum um málið verður safnað saman. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×