Lífið

Gítar­leikari Massi­ve Attack er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Angelo Bruschini á Glastonbury árið 2014.
Angelo Bruschini á Glastonbury árið 2014. Getty

Angelo Bruschini, gítarleikari sem spilaði lengi með bresku sveitarinni Massive Attack, er látinn. Hann varð 62 ára gamall.

Sveitin greinir frá andlátinu á X-síðu sinni, en Bruschini lést af völdum lungnakrabbameins. Hann greindi frá glímu sína við meinið í júlí síðastliðinn.

Trip-hop-sveitin Massive Attack er þekktust fyrir lög sín Teardrop og Unfinished Sympathy. Þó að Bruschini hafi ekki verið einn þriggja eiginlegu liðsmanna sveitarinnar þá spilaði hann með sveitinni á tónleikum allt frá árinu 1995 og til dauðadags.

Í færslu sveitarinnar segir að Bruschini hafi verið gæddur einstökum hæfileikum og að ómögulegt sé að ná utan um mikilvægi framlags hans til tónlistar sveitarinnar.

Sveitin Massive Attack var stofnuð í Bristol í Englandi undir lok níunda áratugarins og naut mikilla vinsælda, sérstaklega undir lok tíunda áratugarins eftir að plata þeirra Mezzanine kom út árið 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×