Fréttir

Fréttamynd

1.500 til 2.000 tonn af vatni í bílakjallara

Slökkviliðið á Höfuborgarsvæðinu er nú að kljást við einn mesta vatnsleka sem það hefur komist í kast við en heill bílakjallari undir nýlegu fjölbýlishúsi við Sólvallagötu er umflotinn vatni. Húsið tilheyrir Sólvallagötu 80 til 84 en er bak við BYKO verslunina við Hringbraut. Að sögn slökkviliðs er bílakjallarinn um þúsund fermetrar og er vatnshæðin í honum um einn og hálfur metri.

Innlent
Fréttamynd

Tíðindalítið af Norðurbrú

Til lítils háttar óláta kom á milli lögreglu og mótmælenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt sem lyktaði með því að tólf voru handteknir en að öðru leyti leið nóttin að mestu í ró og spekt.

Erlent
Fréttamynd

Viðamesta fíkniefnaaðgerð lögreglunnar á Suðurnesjum

Tugir lögreglumanna ásamt tollvörðum og fíkniefnahundum tóku þátt í umfangsmikilli aðgerð á Suðurnesjum í gærkvöld til þess að uppræta fíkniefnasölu og dreifingu. Þetta er viðamesta aðgerð af þessum toga í umdæminu að sögn lögreglu. 36 lögreglumenn af Suðurnesjum og frá sérsveit og greiningardeild Ríkislögreglustjóra tóku þátt í aðgerðunum. Auk þess voru fjórir tollverðir þáttakendur í aðgerðunum og tveir fíkniefnahundar.

Innlent
Fréttamynd

Áfram hvasst sunnan til

Áfram er búist við nokkuð hvössum vindi í höfuðborginni og víða á landinu sunnan- og vestanverðu auk þess sem gert er ráð fyrir snörpum vindhviðum við fjöll. Þessu fylgja skúrir eða él. Vindstrengurinn færist smám saman í dag yfir á austanvert landið. "Það verður býsna hvasst fram yfir hádegi, einkum á sunnanverðu landinu en síðdegis fer að lægja í höfuðborginni og vestan til á Suðurlandi" segir Sigurður Þ. Ragnarsson yfirveðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Viðræðurnar fóru út um þúfur

Lokaviðræður Serba og Kosovo-Albana um framtíð Kosovo-héraðs sem fram fóru í Vínarborg í Austurríki í gær enduðu án þess að nokkurt samkomulag næðist.

Erlent
Fréttamynd

Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði

Það er opið í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10-17. Veðrið kl. 8:30 var sunnan 9m/s og hiti í kringum frostmark. Skíðafærið er mjög gott í skíðabrekkum og göngubraut. Opið er á skíðasvæðinu á Siglufirði í dag frá klukkan tíu til fimm. Neðsta lyfta og T-lyfta verða opnar. Færi er mjög gott. Hiti er um frostmark og er léttskýjað. Skíðasvæðin í Bláfjöllum og á Ísafirði eru lokuð í dag.

Innlent
Fréttamynd

Annasamt hjá björgunarsveitum í gær

Björgunarsveitarmenn leituðu að jeppahópi sem talinn var vera á Langjökli í nótt, og fékk einng einnig kall vegna jeppa sem var stakur á jöklinum. Allar björgunarsveitir á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi Vestra voru kallaðar út sem og svæðisstjórnir á þeim svæðum sem liggja að Langjökli. Jeppamennirnir fundust síðan klukkan þrjú í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Bjórnum varpað beint úr ísskápnum

Bandarískur hugbúnaðarverkfræðingur kynnti nýja og afar gagnlega uppfinningu í vikunni sem nú er senn á enda. Tækið sem hann fann upp getur skotið bjórdósum beint úr ísskápnum yfir í stofusófann.

Erlent
Fréttamynd

Gæti breytt lífi milljóna manna

Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm landa heimsókninni senn lokið

George Bush forseti Bandaríkjanna og Hugo Chavez forseti Venesúela ferðast þessa dagana um Suður-Ameríku til að styrkja tengslin við bandamenn sína. Vart þarf að taka fram að þeir ferðast hvor í sínu lagi enda svarnir óvinir.

Erlent
Fréttamynd

Gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla

Frumvarp til breytinga á samkeppnislögum sem nú er til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla í málinu gegn forstjórum olíufélaganna. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru þó ekki á eitt sáttir en frumvarpið kveður á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga í samkeppnismálum.

Innlent
Fréttamynd

Fulltrúar Írans og BNA ræddust við

Forsætisráðherra Íraks biðlaði, á ráðstefnu í Bagdad í dag, til nágrannaríkja sinna um aðstoð við að binda enda á vargöldina sem ríkir í landinu. Fulltrúar Bandaríkjanna og Írans ræddust þar við með beinum hætti en stjórnmálasamband á milli ríkjanna hefur legið niðri í 28 ár.

Erlent
Fréttamynd

Formaður Lyfjaverðsnefndar sakaður um gáleysi

Fyrirtækið Portfarma ásakar Pál Pétursson, formann Lyfjaverðsnefndar, um að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig í janúar þegar hann krafðist þess að Actavis lækkaði verð á samheitalyfjum hér til samræmis við verð sem það byði á öðrum Norðurlöndum. Actavis, sem ræður níutíu og átta prósentum markaðarins, hafi gripið tækifærið og lækkað að stórum hluta verð á lyfjum eina samkeppnisaðilans í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Friðsöm mótmæli í dag

Þúsundir manna gengu fylktu liði um götur Kaupmannahafnar í dag til að mótmæla niðurrifi Ungdómshússins á Norðurbrú í vikunni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist rannsóknar á framgöngu lögreglunnar í garð mótmælenda um síðustu helgi.

Erlent
Fréttamynd

Sluppu með skrekkinn

Þrír íslenskir námsmenn, búsettir í bænum Naples í Flórídaríki í Bandaríkjunum sluppu með skrekkinn í nótt. Þeir voru á leið heim af skemmtistað þegar á þá var ráðist með hafnaboltakylfu. Þeim tókst að komast undan ræningjanum og brátt var svæðið umkringt 18 lögreglubílum.

Erlent
Fréttamynd

Írakar vongóðir eftir fyrsta fund

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar Zebari, var vongóður eftir fyrsta alþjóðlega fundinn um framtíð Íraks og hvernig sé hægt að koma ró á í landinu. „Fundurinn var jákvæður og uppbyggjandi,“ sagði Zebari. „Niðurstöður fundarmanna voru góðar.“

Erlent
Fréttamynd

Veður fer versnandi á landinu

"Já það er versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu og síðar í kvöld má búast við stórhríð á heiðum á Vestfjörðum og einnig gæti orðið talsvert blint á Holtavörðuheiði og raunar víðar gangi spár eftir" segir Sigurður Þ. Ragnarsson yfirveðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Slagsmál á milli stuðningsmanna

Upp úr sauð á milli nokkurra stuðningsmanna Stjörnunnar og Fram á bikarúrslitaleik liðanna sem lauk rétt í þesu með sigri Stjörnunnar. Í seinni hálfleik hófust slagsmál í stúkunni og brátt barst leikurinn út á gólfið. Gera þurfti hlé á leiknum í nokkrar mínútur á meðan öryggisverðir komu mönnunum út úr húsi. Reikna má með því að atvikið hafi einhverja eftirmála fyrir félögin.

Innlent
Fréttamynd

Sagaði húsið í tvennt

Þjóðverji einn ákvað að binda endi á skilnaðardeilu við konu sína með því að saga timburhús þeirra í tvennt með keðjusög og fara með sinn hluta í burtu með gaffallyftara.

Erlent
Fréttamynd

Tveimur þjóðverjum rænt í Írak

Tveimur þýskum ríkisborgunum hefur verið rænt í Írak. Áður óþekktur uppreisnarhópur setti í dag myndband af þeim á netið og gaf þýskum stjórnvöldum tíu daga til þess að draga hermenn sína frá Afganistan. Annars myndu þeir aflífa fólkið. Hópurinn kallar sig „Örvar Réttlætisins.“ Þýsk stjórnvöld ætla sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að frelsa fólkið.

Erlent
Fréttamynd

Slasaðist á skíðaæfingu

Ein stúlka slasaðist á skíðaæfingu í Bláfjöllum í dag og var farið með hana á slysadeild. Óttast er að hún hafi fótbrotnað. Búið er að loka í Bláfjöllum vegna skyndilega versnandi veðurs. Nú er skollinn á snjóbylur í fjöllunum og skyggni orðið mjög lítið.

Innlent
Fréttamynd

Tvö þúsund manna mótmæli í Kaupmannahöfn

Tvö þúsund manns ganga nú fylktu liði frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn að Norðurbrú og krefjast þess að nýtt Ungdómshús verði reist á þeim slóðum í stað hússins umdeilda sem stóð við Jagtvejen og var rifið í vikunni. Mótmælin eru friðsamleg en lögregla hefur uppi mikinn viðbúnað.

Erlent
Fréttamynd

Samtök iðnaðarins með athyglisverðasta sýningarsvæðið

Sýningarsvæði Samtaka iðnaðarins var nú síðdegis valið það athyglisverðasta á stórsýningunni Tækni og viti 2007, sem haldin er í Fífunni. Önnur verðlaun hlaut fyrirtækið CAOZ, sem sérhæfir sig í gerð tölvugerðra teiknimynda. Fyrirtækin Rue de Net, sem er hugbúnaðarfyrirtæki, og hönnunarfyrirtækið H2 hönnun skiptu síðan milli sín þriðju verðlaunum.

Innlent
Fréttamynd

Bush kominn til Úrugvæ

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt í dag ferðalagi sínu um Suður-Ameríku áfram. Í dag fundaði hann með forseta Úrugvæ en þeir vilja ólmir skrifa undir fríverslunarsamninga við Bandaríkin, jafnvel þó svo þeir þyrftu að yfirgefa fríverslunarbandalag ríkja í Suður-Ameríku

Erlent
Fréttamynd

Söngvari Boston látinn

Söngvari hljómsveitarinnar Boston fannst látinn á heimili sínu í gær. Brad Delp, sem var 55 ára, var söngvari sveitarinn þegar hún gerði lögin „More Than a Feeling“ og „Long Time“ vinsæl.

Erlent
Fréttamynd

Osama fimmtugur í dag

Osama Bin Laden er fimmtugur í dag. Það er að segja ef hann er enn á lífi. Þrátt fyrir að meira hafi verið leitað að honum en nokkrum öðrum manni getur hann enn frjálst um höfuð strokið. Bandaríkjamenn telja að hann sé einhvers staðar á landamærum Pakistan og Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Í ökuferð um verslanamiðstöð

Bílstjóri í bænum Augusta í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum á yfir höfði sér refsingu eftir að hafa farið í ökuferð um óvenjulegar slóðir. Hann ók bifreið sinni í gegnum glerdyr á verslanamiðstöð borgarinnar og keyrði svo í hægðum sínum framhjá upplýstum búðargluggunum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að læra í sólarhring

Nemendur Menntaskólans Hraðbraut ætla að læra í 24 tíma til að safna sér fyrir útskriftarferðinni sinni. Kennarar og foreldrar gefa vinnu sína og sitja yfir þeim til að tryggja að allt fari rétt fram. Þau hafa fengið þónokkurn styrk frá stórum fyrirtækjum.

Innlent
Fréttamynd

18 létu lífið og 48 slösuðust

Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Sadr-hverfi Bagdad í dag og létu að minnsta kosti 18 manns lífið. Árásin átti sér stað á sama tíma og fulltrúar fjölmargra ríkja funduðu til þess að reyna að binda endi á skálmöldina í landinu. Árásin átti sér stað í hverfi sjía múslima. Talið er að allt að 48 manns hafi slasast í árásinni. Aðeins nokkrum klukkutímum áður hafði bandaríski herinn gert áhlaup á búðir uppreisnarmanna í hverfinu og handtekið sex þeirra.

Erlent