Innlent

Annasamt hjá björgunarsveitum í gær

TF-LÍF. Myndin er úr myndasafni.
TF-LÍF. Myndin er úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Björgunarsveitarmenn leituðu að jeppahópi sem talinn var vera á Langjökli í nótt, og fékk einng einnig kall vegna jeppa sem var stakur á jöklinum. Allar björgunarsveitir á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi Vestra voru kallaðar út sem og svæðisstjórnir á þeim svæðum sem liggja að Langjökli. Jeppamennirnir fundust síðan klukkan þrjú í nótt.

Þá var leitað að hópi vélsleðamanna sem höfðu lagt upp frá Lyngdalsheiði í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var kölluð út til þess að aðstoða við leitina en mennirnir fundust stuttu síðar, eða klukkan sex í morgun.

Björgunarsveitin Eyvindur var kölluðu út um fimm leytið í gær þegar upp kom eldur í fjósi í Hrunamannahreppi. Aðstoðuðu liðsmenn sveitarinnar við að bjarga verðmætum og hreinsun.

Á sjöunda tímanum í kvöld sótti björgunarsveit Biskupstungna bíl sem var í vandræðum við Hagavatn.

Björgunarsveitin Suðurnes var svo kölluð út klukkan rúmlega átta í gærkvöldi vegna foks en veður var slæmt á svæðinu. Þrír hópar björgunarsveitarmanna leystu verkefnin.

Þá sótti snjóbíll frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg bíl sem var fastur við Klakk og aðstoðaði bíla sem fastir voru við Kaldadal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×