Erlent

Osama fimmtugur í dag

Mynd úr gömlu myndbandi af Osama.
Mynd úr gömlu myndbandi af Osama. MYND/AFP
Osama Bin Laden er fimmtugur í dag. Það er að segja ef hann er enn á lífi. Þrátt fyrir að meira hafi verið leitað að honum en nokkrum öðrum manni getur hann enn frjálst um höfuð strokið. Bandaríkjamenn telja að hann sé einhvers staðar á landamærum Pakistan og Afganistan.

Mullah Hayatullah Khan, talsmaður Talibana, segist fullviss um að Bin Laden sé á lífi. Hann sagði að háttsettir ráðamenn væru í tengslum við hann. Hann bæti því einnig við að liðsmenn Talibana hefðu beðið fyrir Bin Laden í dag. „Við biðjum þess að Allah muni leyfa honum að lifa í 200 ár. Þegar við vöknuðum í dag, báðum við vel og lengi fyrir honum."

Síðast sást Bin Laden á myndbandi sem var gert árið 2004. Einnig kom eitthvað út af hljóðsnældum með rödd hans á í upphafi árs 2006 en ekkert hefur heyrst í honum síðan. Margar sögusagnir hafa heyrst um að hann sé veikur eða við það að deyja.

Bandaríkjamenn óttast að þrátt fyrir þessa þögn þá sé al-Kaída að byggja sig upp á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×