Úrslit kvöldsins í Dominos-deild kvenna Fjórir leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell, Keflavík, Valur og KR unnu öll sigra. Körfubolti 17. október 2012 21:05
Heldur sigurganga Snæfells og Keflavíkur áfram? Heil umferð fer fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld og meðal leikja eru Reykjanesbæjarslagur í Ljónagryfjunni og slagur KFUM-félöganna í Vodafonehöllinni. Keflavík og Snæfell hafa unnið alla sína leiki til þessa en Fjölnir og Grindavík eru enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. Körfubolti 17. október 2012 14:12
Lele Hardy með tröllatvennu puttabrotin Lele Hardy, spilandi þjálfari Njarðvíkurliðsins, lét ekki puttabrot hindra sig í að leið sitt lið til sigurs í Dominsdeild kvenna í gærkvöldi. Körfubolti 11. október 2012 15:15
Keflavík og Snæfell enn ósigruð Heil umferð fór fram í Domino's-deild kvenna í kvöld en þar voru úrslit flest eftir bókinni. Körfubolti 10. október 2012 20:57
Öruggt hjá Val gegn KR Valur vann afar öruggan sigur, 70-45, á KR þegar liðin mættust í Dominos-deild kvenna í kvöld. Körfubolti 7. október 2012 19:15
Úrslit dagsins í Dominos-deild kvenna Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í dag og urðu Íslandsmeistarar Njarðvíkur að sætta sig við tap gegn Haukum á heimavelli. Körfubolti 6. október 2012 18:37
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Snæfell 48-64 | Snæfellsvörnin lokaði öllum leiðum Kvennalið Snæfells er til alls líklegt í Dominosdeild kvenna og sýndi styrk sinn með sextán stiga sigri á bleikum Valskonum, 64-48, í Vodafonehöllinni í kvöld. Körfubolti 3. október 2012 22:03
Keflavík og Snæfell byrjuðu vel | Úrslit kvöldsins Fyrsta umferð Domino's deild kvenna fór fram í kvöld en Keflavík og Snæfell unnu góða sigra á útivelli, sem og Íslands- og bikarmeistarar Njarðvíkur. Körfubolti 3. október 2012 21:09
Valsstelpurnar verða bleikar í heilan mánuð Kvennalið körfuknattleiksdeildar Vals ætlar að spila í bleikum búningum í öllum leikjum sínum í Domino's deildinni í októbermánuði. Í tilefni átaks Krabbameinsfélagsins í október, Bleiku slaufunnar, hafa Valsstelpurnar, ákveðið að leggja þessu þarfa málefni lið, bæði með því að vekja athygli á því sem og að safna fé. Körfubolti 3. október 2012 15:34
Ertu búinn að velja þér þínar stelpur í Draumaliðsleik KKÍ og Domino's? KKÍ og Domino's hafa sett af stað Draumaliðsdeild í Domino's deildunum og geta aðdáendur íslensk körfubolta nú valið sér leikmenn úr deildinni og sett í lið, og þar með safnað stigum í vetur og keppt um verðlaun í lok tímabils. Einnig er hægt að stofna einkadeildir og keppa gegn vinum. Körfubolti 3. október 2012 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 72-78 | Snæfell Lengjubikarmeistari Snæfellskonur unnu fyrsta titilinn í kvennakörfunni eftir sex stiga sigur á Keflavík, 78-72, í æsispennandi úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Þetta er fyrstu titill kvennaliðs Snæfells. Liðin áttu bæði góða spretti og lentu einnig bæði í því að missa miður tíu stiga forskot en Snæfell var sterkari á lokasprettinum. Körfubolti 27. september 2012 20:03
Keflavík og Snæfell geta orðið Lengjubikarmeistarar í kvöld Í kvöld verður spilað um fyrsta bikar vetrarins í kvennakörfunni þegar Keflavík tekur á móti Snæfelli í úrslitaleik Lengjubikarsins en spilað er í Toyota-höll þeirra Keflvíkinga. Þrjú lið sóttu um að halda úrslitaleikinn og ákvað stjórn KKÍ að fela Keflavík umsjónina með leiknum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Körfubolti 27. september 2012 15:17
Snæfellskonur komust í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum Snæfellskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna eftir átta stiga sigur á Haukum, 77-68, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Snæfell er búið að vinna riðilinn þrátt fyrir að eiga einn leik eftir því Valskonur, sem unnu Fjölni í lokaleik sínum, verða alltaf neðar en Snæfell á tapi í innbyrðisleik liðanna. Körfubolti 22. september 2012 18:15
Keflavík fær til sína eina bestu þriggja stiga skyttuna í sögu bandaríska háskólaboltans Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við bandaríska bakvörðinn Jessica Jenkins um að leika með kvennaliði félagsins á komandi tímabili. Jessica er 22 ára bakvörður sem er nýútskrifuð úr St. Bonaventure háskólanum og lék við góðan orðstýr í NCAA háskólaboltanum. Körfubolti 22. september 2012 16:30
Keflavíkurkonur fá að vera á heimavelli í úrslitaleiknum Körfuknattleiksamband tilkynnti á heimasíðu sinni að úrslitaleikur Lengjubikars kvenna fari fram í Toyota-höllinni í Keflavík á fimmtudaginn í næstu viku, þann 27. september. Þrjú lið sóttu um að halda úrslitaleikinn og ákvað stjórn KKÍ að fela Keflavík umsjónina með leiknum. Körfubolti 22. september 2012 14:15
Keflavíkurkonur ekki í miklum vandræðum í Garðabænum Keflavík vann 27 stiga sigur á Stjörnunni, 77-50, í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík lék án Birnu Valgarðsdóttur í leiknum en það kom ekki að sök. Keflavíkurkonur hafa því byrjað tímabilið á tveimur sannfærandi sigrum því þær unnu 30 stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur í fyrsta leik. Körfubolti 13. september 2012 21:18
Snæfellskonur eru til alls líklegar í vetur - myndir Kvennalið Snæfells vann 30 stiga útisigur á Fjölni í kvöld, 92-62, í fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum en stelpurnar hans Inga Þórs Steinþórssonar eru til alls líklegar í kvennakörfunni í vetur. Körfubolti 12. september 2012 22:18
Lengjubikar kvenna í körfu: Útisigrar hjá Snæfelli, KR og Val Snæfell, KR og Valur unnu öll örugga útisigra í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell vann Fjölni með 30 stigum í Grafarvogi, KR vann Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur með 11 stigum í Ljónagryfjunni og Valur vann 34 stiga sigur á Hamar í Hveragerði. Öll þessi þrjú lið voru að leika sína fyrstu leiki í keppninni sem hófst um síðustu helgi. Körfubolti 12. september 2012 20:59
Guðrún Gróa spilar með KR í vetur Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir er búinn að rífa körfuboltaskóna fram úr hillunni á nýjan leik og ætlar að spila með KR í vetur. Körfubolti 11. september 2012 10:00
Margrét Kara ófrísk og spilar ekki með KR í vetur Margrét Kara Sturludóttir, landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, verður ekki með KR-liðinu í Dominos-deildinni í vetur. Margrét Kara er ófrísk og spilar ekki körfu næstu mánuðina. Þetta kemur fram í frétt á karfan.is. Körfubolti 4. september 2012 14:15
Snæfell vann báða leiki sína á Ljósanæturmóti kvenna í gær Kvennalið Snæfells byrjaði undirbúningstímabilið í körfunni á tveimur sigrum á Ljósanæturmóti kvenna í gær. Snæfell vann 59-56 sigur á nýliðum Grindavíkur og 66-40 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur en Njarðvíkurliðið er reyndar mjög mikið breytt frá því í fyrra. Körfubolti 30. ágúst 2012 13:45
Íslands- og bikarmeistaranir saman í riðli í Lengjubikar karla Það styttist í að körfuboltatímabilið hefjist og í dag var dregið í riðla í Lengjubikar karla og kvenna. Íslandsmeistarar Grindavíkur í karlaflokki lentu í sama riðli og bikarmeistarar Keflavíkur og hjá honunum drógust Reykjanesbæjarliðin, Njarðvík og Keflavík, í sama riðli. Körfubolti 7. ágúst 2012 14:02
Ragna Margrét til liðs við Val Körfuknattleikskonan Ragna Margrét Brynjarsdóttir er gengin til liðs við meistaraflokk Vals í körfuknattleik. Frá þessu er greint á heimasíðu Vals. Körfubolti 21. júlí 2012 12:00
Leikmaður úrslitakeppninnar ráðinn spilandi þjálfari meistaranna Lele Hardy, besti leikmaður úrslitakeppni kvenna í körfubolta á liðinni leiktíð, hefur tekið við hlutverki spilandi þjálfara hjá Njarðvík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Körfubolti 28. júní 2012 16:11
KKÍ kynnti Domino's-deildirnar í dag Nýtt nafn á Úrvalsdeildir karla og kvenna í körfuknattleik var kynnt til sögunnar í dag en þær hafa heitið Iceland Express deildirnar undanfarin sjö ár eða frá og með 2005-06 tímabilinu. Næstu þrjú árin munu efstu deildir karla og kvenna hinsvegar bera nafn Domino's og heita Domino's deild karla og Domino's deild kvenna. Körfubolti 27. júní 2012 13:45
Bryndís komin heim til Keflavíkur Sjö leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik. Þeirra á meðal er Bryndís Guðmundsdóttir sem spilaði með KR á síðustu leiktíð. Körfubolti 7. júní 2012 21:06
999 daga bið eftir leik á enda Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur í kvöld fyrsta leikinn sinn á Norðurlandamótinu þegar liðið mætir gestgjöfum Norðmanna. Körfubolti 24. maí 2012 06:30
Falur hættir með Keflavíkurkonur - Sigurður þjálfar bæði liðin Sigurður Ingimundarson mun þjálfa bæði karla- og kvennalið Keflavíkur Iceland Express deildunum í körfubolta á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Falur Harðarson ákvað að hætta þjálfun kvennaliðsins eftir aðeins eitt ár með liðið en hann stígur til hliðar sökum anna. Körfubolti 19. maí 2012 12:40
Tvöföld gleði á sögulegu tímabili | Myndasyrpa Njarðvík varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1. Sverrir Þór Sverrisson hefur náð frábærum árangri með liðið sem vann sína fyrstu stóru titla á tímabilinu. Körfubolti 16. apríl 2012 07:30
Lele Hardy verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar Hin bandaríska Lele Hardy, leikmaður Njarðvíkur, var valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Njarðvík varð í dag Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1. Körfubolti 14. apríl 2012 18:37
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti