Körfubolti

Sömu bandarísku leikmennirnir hjá Val og í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jaleesa Butler.
Jaleesa Butler. Mynd/Stefán
Ágúst Björgvinsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Vals í körfubolta, gerir engar breytingar á erlendu leikmönnum sínum frá því á síðasta tímabili en það kemur fram á karfan.is í dag að Chris Woods og Jaleesa Butler spili áfram á Hlíðarenda.

Jaleesa Butler hjálpaði kvennaliði Vals að komast í bikarúrslitaleikinn á síðasta tímabili sem og alla leið í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á móti verðandi meisturum Keflavíkur. Butler var með 20,4 stig, 15,2 fráköst, 4,3 stoðsendingar og 4,1 varið skot að meðaltali á Íslandsmótinu í fyrra.

Chris Woods hjálpaði karlaliði Vals að komast á ný upp í úrvalsdeildina en hann snéri aftur í úrslitakeppninni eftir að hafa fótbrotnað á miðju tímabili. Woods var með 18 stig og 11 fráköst að meðaltali í lokaúrslitum á móti Hamar þar sem Valsmenn unnu sær sæti í Domnios-deildinni. Woods var með 23,1 stig og 9,1 fráköst að meðaltali í deildarkeppninni.

Jaleesa Butler var ekki með kvennaliði Vals þegar liðið vann 63-58 sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í gær í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum. Kristrún Sigurjónsdóttir (18 stig), Unnur Lára Ásgeirsdóttir (17 stig) og Ragna Margrét Brynjarsdóttir (13 stig, 9 stolnir) voru atkvæðamestar hjá Valsliðinu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×