Körfubolti

Siggi Ingimundar þjálfar ekki áfram í Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ingimundarson.
Sigurður Ingimundarson. Mynd/Daníel

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, verður ekki áfram þjálfari meistaraflokka Keflavíkur en hann þjálfaði einnig karlaliðið síðasta vetur. Þetta staðfesti hann við karfan.is í kvöld.

Sigurður hefur þjálfað karlalið Keflavíkur undanfarin tvö ár í þessari törn en þetta var fyrsta ár hans með kvennaliðið síðan 1996. Líkt og fyrir 17 árum þá endaði Sigurður á því að gera Keflavíkurstelpur að þreföldum meisturum.

Sigurður á að baki fjórtán tímabil sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur en undir hans stjórn hefur liðið unnið fimm Íslandsmeistaratitla, þrjá bikarmeistaratitla, fimm fyrirtækjabikarmeistaratitla og sex deildarmeistaratitla.

Keflavík er því að leita á þjálfurum á bæði liðin sín en ekki er ljóst hvort að það vera eins manns starf líkt og í vetur eða hvort að meistaraflokksliðin fái sitthvorn  þjálfarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×