Körfubolti

McCullum og Finnur Freyr best

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Finnur Freyr og Shannon með verðlaunin sín í gær.fréttablaðið/Gva
Finnur Freyr og Shannon með verðlaunin sín í gær.fréttablaðið/Gva
Úrvalslið seinni hluta deildarkeppninnar í Domino's-deild kvenna var tilkynnt í gær. Shannon McCullum var valin besti leikmaðurinn og Finnur Freyr Stefánsson besti þjálfarinn. Bæði koma úr KR.

Í kvöld hefst svo úrslitakeppnin í deildinni en þangað komust fjögur efstu lið deildarinnar. Keppnin byrjar því strax í undanúrslitum en þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin, alveg eins og hjá körlunum.

„Shannon kom okkur skemmtilega á óvart enda frábær leikmaður," sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. KR mætir Snæfelli í sinni undanúrslitarimmu. „Hún gerir gott lið betra en það þarf engu að síður samvinnu allra leikmanna bæði innan og utan vallarins til að ná árangri og komast áfram í úrslitin."

Deildarmeistarar Keflavíkur mæta Val í hinni rimmunni. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og vann hvort tvo sigra.

„Þarna mætast tvö góð og það lið sem er með sterkari vilja mun vinna þetta einvígi. Ég hef alltaf sagt að vörn vinni titla og tel að til þess að vinna Val þurfum við fyrst og fremst að spila góða vörn," sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×