Körfubolti

Keflavík jafnaði metin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Keflavík vann í dag átta stiga sigur á Val, 82-74, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deild kvenna. Þar með er staðan í rimmu liðanna jöfn, 1-1.

Valskonur komu nokkuð á óvart með því að leggja deildarmeistarana í Keflavík á miðvikudagskvöldið en með sigri Keflavíkur í dag er rimman galopin á nýjan leik.

Staðan í hálfleik var jöfn, 39-39, en Keflavík náði forystunni snemma í þriðja leikhluta. Valskonur náðu þó að halda spennu í leiknum en Keflavík skoraði sjö af átta síðustu stigum leiksins og tryggði sér þannig sigurinn.

Jessica Ann Jenkins skoraði 34 stig fyrir Keflavík í dag og Sara Rún Hinriksdóttir fimmtán. Pálína Gunnlaugsdóttir átti einnig góðan leik en hún var með fimmtán stig og tólf fráköst.

Hjá Val var Jaleesa Butler stigahæst með 28 stig en hún tók sautján fráköst þar að auki.

Valur-Keflavík 74-82 (16-20, 23-19, 19-24, 16-19)

Valur: Jaleesa Butler 28/17 fráköst/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 14/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Þórunn Bjarnadóttir 10/7 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/4 fráköst, María Björnsdóttir 2.

Keflavík: Jessica Ann Jenkins 34/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 15/6 fráköst/7 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/5 fráköst/12 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×