Alltaf í lokaúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2013 00:01 Sverrir Þór Sverrisson með dóttur sinni Lovísu Bylgju eftir að Njarðvíkurkonur unnu bikarinn í fyrra. Mynd/Valli Sverrir Þór Sverrisson og lærisveinar hans í Grindavík hefja annað kvöld leik í úrslitaeinvíginu í Dominos-deild karla á móti Stjörnunni í Grindavík. Sverrir Þór er búinn að koma liði sínu alla leið í lokaúrslitin á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki karla en hann er langt frá því að vera ókunnugur því að fara alla leið með liðið sitt. Sverrir Þór hafði áður gert frábæra hluti með kvennalið Njarðvíkur og kvennalið Keflavíkur og státar nú af þeim frábæra árangri að fara með lið sitt alla leið í úrslit á fyrstu fimm tímabilum sínum sem þjálfari meistaraflokksliðs. Sverrir Þór hefur þegar gert tvö lið að Íslandsmeisturum, Keflavík 2005 og Njarðvík 2012 og lið hans hafa samtals unnið níu af ellefu einvígum sínum í úrslitakeppni. Keflavíkurliðið fór einnig í úrslit árið eftir (2006) og Njarðvíkurkonur voru öllum að óvörum í lokaúrslitum 2011 þrátt fyrir að enda aðeins í fimmta sæti í deildinni. Sverrir Þór varð sjálfur þrisvar sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður en hann var lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur frá 2003 til 2005. Keflavík fór einnig í lokaúrslitin árið 2002 og spilaði því Sverrir Þór fjögur ár í röð um titilinn. Þetta Keflavíkurlið er jafnframt síðasta liðið sem náði því að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn (2005) en Grindavík á því möguleika á því að vera fyrsta liðið í átta ár sem lyftir Íslandsmeistarabikarnum tvö ár í röð. Grindvíkingar eru þegar búnir að næla sér í tvenn verðlaun á tímabilinu, því þeir urðu deildarmeistarar og urðu í öðru sæti í bikarnum eftir tap á móti Stjörnunni í bikarúrslitum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm tímabil Sverris Þórs sem þjálfara í meistaraflokki en á þessum fimm tímabilum hafa lið hans spilað 35 leiki í úrslitakeppni og unnið 23 þeirra eða 65,7 prósent. Sigurhlutfall liða hans í deildarkeppninni er bara örlítið betra (77 sigrar í 110 leikjum eða 70 prósent).Yfirlit yfir tímabilin fimm.Mikilvægi fyrsta leiksins í úrslitaeinvíginu hefur verið mikið í þjálfaratíð Sverris en í öllum fjórum úrslitaeinvígum hans hjá konunum hefur það lið unnið Íslandsmeistaratitilinn sem landaði sigri í fyrsta leik lokaúrslitanna. Nú er að sjá hvort Sverrir Þór komist í klúbb þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni hjá bæði körlum og konum. Meðlimirnir eru aðeins tveir í dag – Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingimundarson.Tímabil Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfari í meistaraflokki:2004-05 Keflavík, konurDeildin: 17 sigrar - 3 töp (Deildarmeistari)Undanúrslit: Keflavík 2-1 ÍS {77-71 (64-64), 54-75, 79-73}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Grindavík {88-71, 89-87 (81-81), 70-57}Niðurstaða: Íslandsmeistari2005-06 Keflavík, konurDeildin: 12 sigrar - 8 töp (3. sæti)Undanúrslit: Grindavík 0-2 Keflavík {83-90, 72-97}Úrslitaeinvígi: Haukar 3-0 Keflavík {90-61, 79-77, 81-77}Niðurstaða: 2. sæti2010-11 Njarðvík, konurDeildin: 10 sigrar - 10 töp (5. sæti)1.umferð: Haukar 0-2 Njarðvík {71-84, 83-55}Undanúrslit: Hamar 2-3 Njarðvík {85-77, 78-86, 83-47, 70-79, 67-74}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Njarðvík {74-73, 67-64, 61-51}Niðurstaða: 2. sæti2011-12 Njarðvík, konurDeildin: 20 sigrar - 8 töp (2. sæti)Undanúrslit: Njarðvík 3-1 Snæfell {87-84, 83-85, 93-85, 79-78}Úrslitaeinvígi: Njarðvík 3-1 Haukar {75-73, 74-56, 66-69, 76-62}Niðurstaða: Íslandsmeistari2012-13 Grindavík, karlarDeildin: 18 sigrar - 4 töp (Deildarmeistari)8 liða úrslit: Grindavík 2-0 Skallagrímur {103-86, 102-78}Undanúrslit: Grindavík 3-1 KR {95-87, 72-90, 95-80, 92-88}Úrslitaeinvígi: Grindavík ?-? Stjarnan Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson og lærisveinar hans í Grindavík hefja annað kvöld leik í úrslitaeinvíginu í Dominos-deild karla á móti Stjörnunni í Grindavík. Sverrir Þór er búinn að koma liði sínu alla leið í lokaúrslitin á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki karla en hann er langt frá því að vera ókunnugur því að fara alla leið með liðið sitt. Sverrir Þór hafði áður gert frábæra hluti með kvennalið Njarðvíkur og kvennalið Keflavíkur og státar nú af þeim frábæra árangri að fara með lið sitt alla leið í úrslit á fyrstu fimm tímabilum sínum sem þjálfari meistaraflokksliðs. Sverrir Þór hefur þegar gert tvö lið að Íslandsmeisturum, Keflavík 2005 og Njarðvík 2012 og lið hans hafa samtals unnið níu af ellefu einvígum sínum í úrslitakeppni. Keflavíkurliðið fór einnig í úrslit árið eftir (2006) og Njarðvíkurkonur voru öllum að óvörum í lokaúrslitum 2011 þrátt fyrir að enda aðeins í fimmta sæti í deildinni. Sverrir Þór varð sjálfur þrisvar sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður en hann var lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur frá 2003 til 2005. Keflavík fór einnig í lokaúrslitin árið 2002 og spilaði því Sverrir Þór fjögur ár í röð um titilinn. Þetta Keflavíkurlið er jafnframt síðasta liðið sem náði því að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn (2005) en Grindavík á því möguleika á því að vera fyrsta liðið í átta ár sem lyftir Íslandsmeistarabikarnum tvö ár í röð. Grindvíkingar eru þegar búnir að næla sér í tvenn verðlaun á tímabilinu, því þeir urðu deildarmeistarar og urðu í öðru sæti í bikarnum eftir tap á móti Stjörnunni í bikarúrslitum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm tímabil Sverris Þórs sem þjálfara í meistaraflokki en á þessum fimm tímabilum hafa lið hans spilað 35 leiki í úrslitakeppni og unnið 23 þeirra eða 65,7 prósent. Sigurhlutfall liða hans í deildarkeppninni er bara örlítið betra (77 sigrar í 110 leikjum eða 70 prósent).Yfirlit yfir tímabilin fimm.Mikilvægi fyrsta leiksins í úrslitaeinvíginu hefur verið mikið í þjálfaratíð Sverris en í öllum fjórum úrslitaeinvígum hans hjá konunum hefur það lið unnið Íslandsmeistaratitilinn sem landaði sigri í fyrsta leik lokaúrslitanna. Nú er að sjá hvort Sverrir Þór komist í klúbb þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni hjá bæði körlum og konum. Meðlimirnir eru aðeins tveir í dag – Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingimundarson.Tímabil Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfari í meistaraflokki:2004-05 Keflavík, konurDeildin: 17 sigrar - 3 töp (Deildarmeistari)Undanúrslit: Keflavík 2-1 ÍS {77-71 (64-64), 54-75, 79-73}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Grindavík {88-71, 89-87 (81-81), 70-57}Niðurstaða: Íslandsmeistari2005-06 Keflavík, konurDeildin: 12 sigrar - 8 töp (3. sæti)Undanúrslit: Grindavík 0-2 Keflavík {83-90, 72-97}Úrslitaeinvígi: Haukar 3-0 Keflavík {90-61, 79-77, 81-77}Niðurstaða: 2. sæti2010-11 Njarðvík, konurDeildin: 10 sigrar - 10 töp (5. sæti)1.umferð: Haukar 0-2 Njarðvík {71-84, 83-55}Undanúrslit: Hamar 2-3 Njarðvík {85-77, 78-86, 83-47, 70-79, 67-74}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Njarðvík {74-73, 67-64, 61-51}Niðurstaða: 2. sæti2011-12 Njarðvík, konurDeildin: 20 sigrar - 8 töp (2. sæti)Undanúrslit: Njarðvík 3-1 Snæfell {87-84, 83-85, 93-85, 79-78}Úrslitaeinvígi: Njarðvík 3-1 Haukar {75-73, 74-56, 66-69, 76-62}Niðurstaða: Íslandsmeistari2012-13 Grindavík, karlarDeildin: 18 sigrar - 4 töp (Deildarmeistari)8 liða úrslit: Grindavík 2-0 Skallagrímur {103-86, 102-78}Undanúrslit: Grindavík 3-1 KR {95-87, 72-90, 95-80, 92-88}Úrslitaeinvígi: Grindavík ?-? Stjarnan
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum