Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    KR mætir Keflavík í bikarnum

    KR og bikarmeistarar Keflavíkur drógust saman í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum KKÍ í dag. Þá var einnig dregið í 16 liða úrslitin hjá konunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valskonur unnu í Ljónagryfjunni

    Valskonur komust upp í annað sætið í Dominosdeild kvenna í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Njarðvík, 71-66, í Ljónagryfjunni í kvöld en þetta var lokaleikur 7. umferðar. Valur, KR og Snæfell eru öll með tíu stig í 2. til 4. sæti en Valsliðið er með bestan árangur í innbyrðisviðureignum liðanna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-konur upp í annað sætið

    KR er komið upp í annað sætið í Domino´s deild kvenna eftir sannfærandi 26 stiga sigur á Snæfelli, 93-67, í DHL-höllinni í dag. KR-liðið er nú búið að vinna fjóra leiki í röð og komst með þessum sigri upp fyrir Snæfell á innbyrðisviðureignum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Faðmaði dómarann í miðjum leik

    Strákarnir á Leikbrot.is eru oft fljótir að duglegir að birta flottustu tilþrifin í íslenska körfuboltanum og setja þau saman í skemmtilegt myndbrot á heimasíðu sinni.Nýjasta myndbrotið snýst þó meira um mannlega þáttinn í körfuboltanum heldur en tilþrif í sjálfum körfuboltanum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Dramatískur Haukasigur í Grindavík

    Siarre Evans tryggði Haukum eins stigs sigur á nýliðum Grindavíkur á vítalínunni þegar liðin mættust í eina leik dagsins í Dominosdeild kvenna í körfubolta. Haukar unnu leikinn 79-78, enduðu með því fjögurra leikja taphrinu og komust upp úr botnsæti deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Fjölnis - úrslitin í kvennakörfunni í kvöld

    Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í kvöld. Valskonur unnu sinn fjórða leiki sinn í röð og Fjölnir fór á Ásvelli og vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. KR-konur eru líka að rétta úr kútnum eftir sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í Vesturbænum. Keflavík vann síðan Snæfell í toppslagnum eins og áður hefur komið fram.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurkonur fyrstar til að vinna Snæfell í vetur

    Keflavíkurkonur eru einar á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 73-69, í æsispennandi uppgjöfi tveggja efstu liðanna í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var ennfremur fyrsta tap Snæfells á tímabiliunu en liðið var búið að vinna níu fyrstu leiki sína í deild, Fyrirtækjabikar og Meistarakeppni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Toppslagur hjá konunum í kvöld

    Keflavík og Snæfell hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur en annað liðanna mun tapa sínum fyrsta leik í kvöld þegar toppliðin mætast í Toyota-höllinni í Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 70-68

    Valskonur fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í kvöld þegar þær unnu dramatískan 70-68 sigur á Haukum í Vodafone-höllinni í kvöld í 4. umferð Dominos-deildar kvenna. Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði sigurkörfuna 5,7 sekúndum fyrir leikslok og Valsliðið náði að stoppa Haukana í lokin. Þetta var sveiflukenndur leikur þar sem bæði lið náðu tíu stiga forskoti í fyrri hálfleiknum og skiptust á að taka frumkvæðið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Heldur sigurganga Snæfells og Keflavíkur áfram?

    Heil umferð fer fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld og meðal leikja eru Reykjanesbæjarslagur í Ljónagryfjunni og slagur KFUM-félöganna í Vodafonehöllinni. Keflavík og Snæfell hafa unnið alla sína leiki til þessa en Fjölnir og Grindavík eru enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valsstelpurnar verða bleikar í heilan mánuð

    Kvennalið körfuknattleiksdeildar Vals ætlar að spila í bleikum búningum í öllum leikjum sínum í Domino's deildinni í októbermánuði. Í tilefni átaks Krabbameinsfélagsins í október, Bleiku slaufunnar, hafa Valsstelpurnar, ákveðið að leggja þessu þarfa málefni lið, bæði með því að vekja athygli á því sem og að safna fé.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 72-78 | Snæfell Lengjubikarmeistari

    Snæfellskonur unnu fyrsta titilinn í kvennakörfunni eftir sex stiga sigur á Keflavík, 78-72, í æsispennandi úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Þetta er fyrstu titill kvennaliðs Snæfells. Liðin áttu bæði góða spretti og lentu einnig bæði í því að missa miður tíu stiga forskot en Snæfell var sterkari á lokasprettinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík og Snæfell geta orðið Lengjubikarmeistarar í kvöld

    Í kvöld verður spilað um fyrsta bikar vetrarins í kvennakörfunni þegar Keflavík tekur á móti Snæfelli í úrslitaleik Lengjubikarsins en spilað er í Toyota-höll þeirra Keflvíkinga. Þrjú lið sóttu um að halda úrslitaleikinn og ákvað stjórn KKÍ að fela Keflavík umsjónina með leiknum. Leikurinn hefst kl. 19:15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellskonur komust í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum

    Snæfellskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna eftir átta stiga sigur á Haukum, 77-68, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Snæfell er búið að vinna riðilinn þrátt fyrir að eiga einn leik eftir því Valskonur, sem unnu Fjölni í lokaleik sínum, verða alltaf neðar en Snæfell á tapi í innbyrðisleik liðanna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurkonur fá að vera á heimavelli í úrslitaleiknum

    Körfuknattleiksamband tilkynnti á heimasíðu sinni að úrslitaleikur Lengjubikars kvenna fari fram í Toyota-höllinni í Keflavík á fimmtudaginn í næstu viku, þann 27. september. Þrjú lið sóttu um að halda úrslitaleikinn og ákvað stjórn KKÍ að fela Keflavík umsjónina með leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurkonur ekki í miklum vandræðum í Garðabænum

    Keflavík vann 27 stiga sigur á Stjörnunni, 77-50, í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík lék án Birnu Valgarðsdóttur í leiknum en það kom ekki að sök. Keflavíkurkonur hafa því byrjað tímabilið á tveimur sannfærandi sigrum því þær unnu 30 stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur í fyrsta leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lengjubikar kvenna í körfu: Útisigrar hjá Snæfelli, KR og Val

    Snæfell, KR og Valur unnu öll örugga útisigra í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell vann Fjölni með 30 stigum í Grafarvogi, KR vann Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur með 11 stigum í Ljónagryfjunni og Valur vann 34 stiga sigur á Hamar í Hveragerði. Öll þessi þrjú lið voru að leika sína fyrstu leiki í keppninni sem hófst um síðustu helgi.

    Körfubolti