Körfubolti

Fyrsta liðið í fimm ár til að vinna án Kana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir.
Hildur Sigurðardóttir. Vísir/Daníel
Snæfellskonur eru komnar í 1-0 í úrslitaeinvíginu á móti Haukum en liðin keppa um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta.

Snæfell vann 59-50 í Hólminum á laugardag og er þetta annar leikurinn í röð sem Snæfellsliðið vinnur án hinnar bandarísku Chynnu Brown sem er meidd á fæti.

Snæfell varð þar með fyrsta liðið í fimm ár til að vinna leik í lokaúrslitum kvenna án erlendis leikmanns eða allt síðan KR náði því á móti Haukum árið 2009.

Hildur Sigurðardóttir (til hægri, 14 stig, 8 stoðsendingar) og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (7 stig, 13 fráköst) sem áttu báðar fínan leik á laugardaginn voru einnig með þessu kanalausa KR-liði fyrir fimm árum.

KR tapaði þá í oddaleik á móti Haukum en kanalaust lið hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan Keflavíkurkonur afrekuðu það vorið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×