Körfubolti

Hildur: Eins og Survivor-keppni

Hildur í leiknum í kvöld.
Hildur í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel
Hildur Sigurðardóttir, leikmaður Snæfells, sagði óskiljanlegt hversu mikið álag hafi verið á leikmönnum í upphafi úrslitakeppninnar í Domino's-deild kvenna.

Valur vann Snæfell í kvöld örugglega og knúði þar með fram oddaleik í undanúrslitarimmu liðanna en hvort lið hefur unnið tvo leiki. Þessir fjórir leikir hafa farið fram á aðeins sjö dögum.

„Ég held að mótanefnd þurfi að skoða sín mál áður en þeir raða niður leikjum. Ég held að enginn þeirra gæti spilað svona ört. Þetta er pínu mikil vitleysa, myndi ég segja,“ sagði Hildur eftir leikinn í kvöld.

„Bæði lið finna fyrir þessu en við erum búnar að missa nokkra leikmenn í meiðsli. Aðrar hafa hrunið niður í klakapokana og annað slíkt. Þetta er orðin eins og einhver Survivor-keppni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×