Körfubolti

Valur sá ekki til sólar í Hólminum

Úr leik hjá liðunum fyrr í vetur.
Úr leik hjá liðunum fyrr í vetur.
Deildarmeistarar Snæfells byrjuðu vel í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna í dag er Valur mætti í heimsókn í Hólminn.

Snæfell leiddi leikinn frá upphafi og var fimmtán stigum yfir í hálfleik.

Þær slökuðu aðeins á klónni í lokaleikhlutanum en Valsstúlkur náðu samt aldrei almennilega að ógna þeim.

Staðan 1-0 fyrir Snæfell í undanúrslitaeinvíginu en liðin mætast í Vodafonehöllinni á mánudag.

Úrslit:

Snæfell-Valur 95-84 (23-18, 30-20, 23-16, 19-30)

Snæfell: Chynna Unique Brown 22/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 19/12 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 15/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 15/8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 14/4 fráköst/12 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 6, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0.

Valur: Anna Alys Martin 20, Hallveig Jónsdóttir 16, Kristrún Sigurjónsdóttir 15, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/15 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/7 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir 5, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Rut Herner Konráðsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×