Körfubolti

Helga Margrét í hópi Snæfells

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona, er í leikmannahópi Snæfells sem mætir Val í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna.

Nokkuð er um meiðsli í herbúðum Snæfells en þær Chynna Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir missa báðar af leiknum í kvöld eftir að hafa meiðst í fyrsta leik liðanna um helgina. Snæfell vann engu að síður leikinn, 95-84, og leiðir einvígið, 1-0.

Helga Margrét hefur ekkert spilað með Snæfelli í vetur en systir hennar, Guðrún Gróa, er lykilmaður í liðinu.

Hún kann þó sitt hvað fyrir sér í íþróttinni en Helga Margrét varð Íslandsmeistari í 9. flokki með liði Kormáks frá Hvammstanga á sínum tíma. Það er eini Íslandsmeistaratitill félagsins frá upphafi en þess má geta að Helga Margrét var með fjórfalda tvennu í úrslitaleiknum.


Tengdar fréttir

Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld

Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×