Pettinella aftur í Grindavík? Bandaríkjamaðurinn Ryan Pettinella er mögulega aftur á leið til Grindavíkur en hann var valinn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Körfubolti 17. janúar 2012 13:45
Emil með sigurkörfuna í Stjörnuleiknum - Höfuðborgarsvæðið vann Emil Þór Jóhannsson, leikmaður KR, tryggði liði Höfuðborgarsvæðsins 142-140 sigur á Landsbyggðarliðinu í Stjörnuleik KKÍ sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Heimamaðurinn Nathan Walkup var valinn besti leikmaður vallarins en þetta kom fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14. janúar 2012 17:31
Jón Ólafur vann þriggja stiga keppnina | Snæfellingar sigursælir Snæfellingar eru sigursælir á Stjörnuhátíð KKÍ því Jón Ólafur Jónsson varð þriggja stiga meistarinn eftir nauman sigur á liðsfélaga sínum í þriggja stiga keppninni sem fram fór í hálfleik á Stjörnuleik KKÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14. janúar 2012 16:08
Snæfellingar eiga troðslumeistarann í ár Quincy Hankins-Cole, úr Snæfelli, varð troðslumeistari Stjörnuleiksins 2012 en Stjörnuhátíð KKÍ stendur nú yfir í Dalhúsum í Grafarvogi. Hankins-Cole mætti Nathan Walkup, úr Fjölni, í dag í úrslitum troðslukeppninnar en þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 14. janúar 2012 15:48
Körfuboltaveisla í Dalhúsunum í dag Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Auk Stjörnuleiksins sjálfs mun að venju fara fram þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni. Körfubolti 14. janúar 2012 10:00
Martin: Hinir Kanarnir voru hálf fúlir Martin Hermannsson, KR-ingurinn ungi og öflugi, var ánægður með nýju erlendu leikmennina eftir sigur sinna manna á ÍR í kvöld. Körfubolti 13. janúar 2012 22:18
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 112-71 | Snæfell vann Val Áhuga- og skipulagsleysi ÍR varð liðinu að falli í leik þess gegn KR í DHL-höllinni í kvöld en leiknum lauk með stórsigri KR, 112-71. Körfubolti 13. janúar 2012 21:00
Grindavík styrkti stöðu sína á toppnum | myndir Grindavík vann í gær tíunda sigur sinn í ellefu deildarleikjum er liðið lagði Stjörnuna á útivelli, 75-67. Liðið er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Körfubolti 13. janúar 2012 08:00
Tindastóll aftur á sigurbraut | öll úrslit kvöldsins Tindastóll vann í kvöld sigur á Njarðvík á útivelli, 85-93 en það er fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum sínum. Þór og Keflavík unnu einnig sína leiki í kvöld. Körfubolti 12. janúar 2012 20:52
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Körfubolti 12. janúar 2012 20:41
Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Körfubolti 12. janúar 2012 06:00
Renato Lindmets kominn aftur til Stjörnumanna Stjarnan hefur fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í körfuboltanum en karfan.is segir frá því að Renato Lindmets sé mættur á ný í Garðabæinn. Lindmets stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 11. janúar 2012 16:26
KR-ingar fyrstu bikarmeistararnir í fjögur ár sem komast í 8 liða úrslit Íslands- og bikarmeistarar KR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í gær með því að vinna 81-76 sigur á Grindavík í stórskemmtilegum og spennandi leik í DHL-höllinni. KR-ingar enduðu þar með fjögurra ára bið eftir því að bikarmeistarar ársins á undan kæmust í gegn tvær fyrstu umferðir bikarsins. Körfubolti 10. janúar 2012 16:15
KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells sem munu mætast í DHL-höllinni. Körfubolti 10. janúar 2012 14:30
Hvað gera nýju KR-ingarnir á móti Grindvíkingum í kvöld? Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR og Grindavík mætast í sextán liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Þarna mætast liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra en KR hafði þá betur og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Körfubolti 9. janúar 2012 15:30
Úrslit dagsins í Poweradebikurunum | Tindastóll skellti Þór Fjölmargir leikir fóru fram í Poweradebikar karla og kvenna í dag og í kvöld. Í kvöld bar helst til tíðinda að Tindastóll lagði Þór Þorlákshöfn. Körfubolti 8. janúar 2012 21:23
Bikarkeppni kvenna | Tvö lið skoruðu aðeins 27 stig Þrír leikir fóru fram í Powerade-bikar kvenna í dag og sáust ótrúlegar tölur í tveimur þeirra. Þar tókst öðru liðinu aðeins að skora 27 stig og fá á sig yfir 100 stig. Körfubolti 7. janúar 2012 21:55
Njarðvíkurkempur stóðu í Fjölni Gamlar Njarðvíkurkempur voru ekki fjarri því að slá úrvalsdeildarlið Fjölnis úr Powerade-bikarnum í dag. Fjölnir marði átta stiga sigur, 80-72, á heimavelli. Körfubolti 7. janúar 2012 18:11
Efstu þrjú liðin unnu | Öll úrslit og stigaskor í körfunni í kvöld Það fór fram heil umferð í Iceland Express deild karla í kvöld. Þrjú efstu liðin, Grindavík, Stjarnan og Keflavík unnu öll sína leiki og KR komst upp í 4. sæti deildarinnar eftir sigur á Haukum á Ásvöllum. Körfubolti 5. janúar 2012 21:48
Snæfell missti næstum því frá sér unninn leik en vann í framlengingu Snæfell vann 100-99 sigur á Tindastól í frábærum framlengdum leik í Síkinu á Sauðarkróki í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en Snæfellsliðið náði með því að enda fjögurra leikja taphrinu sínu. Snæfell var með unninn leik en misstu niður 16 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum. Körfubolti 5. janúar 2012 21:21
Justin tryggði Stjörnunni dramatískan sigur í Grafarvogi Justin Shouse var hetja Stjörnumanna í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok þegar Garðabæingar unnu Fjölni 78-77. Stjarnan var ellefu stigum undir þegar aðeins tæpar sjö mínútur voru eftir en vann lokakafla leiksins 18-6. Körfubolti 5. janúar 2012 20:48
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 73-63 Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík. Körfubolti 5. janúar 2012 20:17
Liðin í Stjörnuleik KKÍ tilkynnt Það styttist í að Stjörnuleikur KKÍ fari fram og í dag voru tilkynnt byrjunarlið leiksins en körfuboltaáhugamenn kusu liðin sjálfir á vef KKÍ. Alls tóku 2.200 manns þátt í kjörinu Körfubolti 5. janúar 2012 13:00
Hrafn vill sjá meiri hraða hjá KR-liðinu Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu. Körfubolti 4. janúar 2012 07:00
KR semur við tveggja metra Serba Körfuboltalið KR hefur breyst talsvert mikið um jólahátíðina. Tveir Kanar sömdu við liðið fyrir skömmu og nú hefur tveggja metra Serbi samið við Íslandsmeistarana. Körfubolti 3. janúar 2012 16:33
Tveir nýir Kanar á leiðinni til KR KR-ingar hafa nælt sér í góðan liðsstyrk fyrir átökin í Iceland Express-deild karla eftir áramót. Körfubolti 28. desember 2011 06:00
Stjarnan valtaði yfir Keflavík - myndir Stjörnumenn fara ánægðir inn í jólafríið eftir afar sannfærandi sigur á Keflavík í Ásgarði í gær. Körfubolti 19. desember 2011 06:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Keflavík 107-91 Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47. Körfubolti 18. desember 2011 21:28
KR marði Val | Tindastóll vann í Þorlákshöfn Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þetta var lokaumferðin í deildinni fyrir jól. Stjarnan vann stórslaginn á meðan KR komst í hann krappann gegn Val. Körfubolti 18. desember 2011 21:00
KR og Grindavík mætast í bikarnum - dregið í 16-liða úrslit Stórleikur 16-liða úrslitanna í bikarkeppni KKÍ er viðureign KR og Grindavíkur en þau munu mætast í DHL-höllinni. Dregið var í 16-liða úrslit í karla- og kvennaflokki í dag. Körfubolti 13. desember 2011 14:13