Íslandsbanki hækkar einnig vexti Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum í kjölfar vaxtaákvörunar Seðlabanka Íslands þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentustig. Stóru bankarnir þrír hafa því allir tilkynnt um vaxtahækkun. Neytendur 26. nóvember 2021 13:02
Viss líkindi en ekki nóg til að neytendur ruglist Áfrýjunarnefnd Neytendastofu telur að ekki sé hætta á því að neytendur ruglist á vörum frá Sóma annars vegar og Jömm og Oatly hins vegar, þrátt fyrir að viss líkindi séu með útliti á merkingum á vörum framleiðendanna. Neytendur 26. nóvember 2021 11:22
YAY-arar segjast steinhissa á niðurstöðu Persónuverndar Framkvæmdastjóri stafræna gjafakortasmáforritsins YAY segir erfitt að una við niðurstöðu Persónuverndar sem sekaði fyrirtækið um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda. Viðskipti innlent 25. nóvember 2021 15:16
Arion banki hækkar vextina Arion banki hækkar breytilega vexti sína á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,40 prósentustig. Þetta gerir bankinn í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans þann 17. nóvember að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Hækkunin tekur gildi á morgun. Neytendur 25. nóvember 2021 14:31
Kalli Katrínar svarað með Svörtum fössara og Myrkum markaðsdögum Einn stærsti verslunardagur heims gengur í garð á morgun. Black Friday, eða Svartur fössari eins og hann er iðulega kallaður hér á landi, hefur fest sig rækilega í sessi meðal Íslendinga. Fjölmargar verslanir bjóða upp á afslætti í tilefni dagsins. Sumir taka þó ekki þátt vegna umhverfissjónarmiða. Neytendur 25. nóvember 2021 13:00
Hægt að komast í myndavél, hljóðnema og dagatal í tengslum við ferðagjöf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. Innlent 25. nóvember 2021 12:20
Persónuvernd sektar ráðuneyti og YAY um milljónir vegna Ferðagjafarinnar Persónuvernd hefur sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um 7,5 milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda. Viðskipti innlent 25. nóvember 2021 10:29
Auglýsingar Sjóvár taldar villandi Neytendastofa ákvarðaði nýlega að framsetning auglýsinga og markaðsherferðar tryggingafélagsins Sjóvár hafi verið villandi. Auglýstar voru kaskótryggingar fyrir ökutæki. Viðskipti innlent 24. nóvember 2021 21:08
Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn hækkar breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,35 prósentustig í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Neytendur 24. nóvember 2021 17:25
Baguette með skinku og osti komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair Eftir þriggja ára hlé er baguette með skinku og osti loks komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair. Þreyttir ferðalangar geta því glaðst að nýju og notið þessa sívinsæla réttar þegar þeir eru á ferðalagi með flugfélaginu. Neytendur 24. nóvember 2021 15:15
Stjórnvöld halda því opnu hvort kröfur neytenda á ÍL-sjóð fyrnist „Ég get ekki séð annað en að íslenska ríkið hafi dregið til baka skýra yfirlýsingu um að það muni ekki bera fyrir sig fyrningu gagnvart neytendum verði uppgreiðslugjald dæmt ólögmætt. Nú virðist ríkið ætla að halda því opnu hvort það beri fyrir sig fyrningu,“ segir Jónas Friðrik Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál sambúðarfólks gegn ÍL-sjóði, áður Íbúðarlánasjóði, sem varðar lögmæti uppgreiðslugjalds. Innherji 22. nóvember 2021 12:30
Íslendingar æstir í óáfengan bjór: Eru allir hættir að fá sér? Mikill uppgangur hefur verið í óáfengum bjór á Íslandi. Bruggmeistari segir að heilsusjónarmið og gott vöruúrval valdi því á fólk drekki óáfengan bjór í auknum mæli. Innlent 21. nóvember 2021 07:01
FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. Viðskipti innlent 20. nóvember 2021 14:45
Héraðsdómur skert frelsi samtaka til að berjast fyrir rétti neytenda Neytendasamtökin hyggjast áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 á hendur samtökunum og formanninum Breka Karlssyni. Viðskipti innlent 19. nóvember 2021 14:33
Ríkið sýknað af milljarða kröfum vegna útboðs tollkvóta Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum heildverslunarinnar Ásbjörns Ólafssonar ehf., um endurgreiðslu útboðsgjalds vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Hefði fyrirtækið haft betur hefði ríkið þurft að endurgreiða útboðsgjöld að upphæð yfir fjórir milljarðar króna sem innheimt hafa verið af innflutningsfyrirtækjum frá því árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda. Innherji 18. nóvember 2021 15:27
Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. Neytendur 17. nóvember 2021 23:25
Risadagur fyrir Strætó sem hoppar inn í framtíðina Strætó bs. innleiddi nýtt greiðslukerfi fyrir alla vagna á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar sem snjallkort og snjallsímar eru meginstoðirnar. Innlent 16. nóvember 2021 22:41
Telur íblöndunarefni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir. Viðskipti innlent 15. nóvember 2021 15:41
Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. Viðskipti innlent 12. nóvember 2021 17:51
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. Viðskipti innlent 12. nóvember 2021 09:46
Sitja fyrstu kaupendur í súpunni? Íbúðaverð hefur hækkað um 15% undanfarið ár. Mikil eftirspurn er á íbúðamarkaði um þessar mundir sem framboðið annar ekki. Skoðun 12. nóvember 2021 08:00
Nói innkallar konfekt vegna mögulegra málmagna í fyllingunni Nói Síríus hefur innkallað tvær pakkningar af Nóa Konfekti vegna mögulegra málmagna í fyllingu konfektmolanna. Um er að ræða Konfekt í lausu, 560 gr., og Konfektkassa 630 gr. Neytendur 11. nóvember 2021 12:32
Bátur dagsins er allur Bátur dagsins á Subway heyrir nú sögunni til og ekki er lengur hægt að kaupa stakan bát dagsins á sérstöku tilboðsverði. Þess í stað býður samlokurisinn nú upp á svokallaða máltíð dagsins sem inniheldur bát ásamt gosi og meðlæti. Neytendur 9. nóvember 2021 15:49
Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu. Viðskipti innlent 9. nóvember 2021 13:01
Lyfjabúrið og Lyfja dýrustu apótekin Ódýrast er að kaupa lyf í apóteki Costco og í Rimaapóteki en dýrast í Lyfjabúrinu og Lyfju. Þetta kemur fram í nýjum verðsamanburði ASÍ, sem kynntur var í gær. Neytendur 6. nóvember 2021 09:12
Matvælaverð ekki verið hærra í meira en áratug Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Verð á matvörum hefur hækkað um yfir 30 prósent á síðastliðnu ári. Viðskipti erlent 5. nóvember 2021 09:21
MAST varar enn við tínslu og neyslu kræklings í Hvalfirði Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði, þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í síðustu mælingum. Leiddu þær í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist það 1150 µg/kg. Innlent 5. nóvember 2021 07:06
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. Innlent 4. nóvember 2021 19:00
Atlantsolíu bannað að fullyrða um „cheapest gas stop“ Neytendastofa hefur bannað tvær fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Atlantsolíu þar sem þær eru taldar vera villandi. Fullyrðingarnar sem um ræðir eru annars vegar „cheapest gas stop“ og hins vegar „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“. Neytendur 3. nóvember 2021 14:25
Bjóða viðskiptavinum að sleppa við afgreiðslukassann Húsasmiðjan hefur tekið í notkun sérstakt sjálfsafgreiðsluapp þannig að viðskiptavinir geti greitt fyrir vörur um leið og þær eru skannaðar ofan í körfu í verslun. Viðskiptavinir þurfa því ekki að greiða við kassann. Neytendur 2. nóvember 2021 15:01