Þætti vænt um ef bankarnir kæmu með tillögu um hvernig létta á undir heimilunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 10. febrúar 2022 21:37 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra talar fyrir því að bankarnir leggi sitt á vogarskálarnar til að létta undir heimilunum sem horfa fram á erfiða stöðu vegna vaxtahækkana. Vísir/Vilhelm Stóru viðskiptabankarnir þrír skila allir methagnaði á síðasta ári enda höfðu stjórnvöld gert rekstrarumhverfi þeirra hagstætt í faraldrinum. Íslandsbanki birti í dag hagnað upp á 23,7 milljarða króna en áður hafði Landsbankinn greint frá 28,9 milljarða hagnaði og Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða. Landsbankinn hefur greint frá því að hluthöfum verði greiddir rúmir 14 milljarðar í arð, en ríkið á um 95 prósent í bankanum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur kallað eftir því að bankarnir í landinu taki þátt í að koma samfélaginu út úr faraldrinum. Með „ofurhagnaði“ sínum séu þeir í góðri stöðu til að létta undir með heimilunum, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. „Ég tel bara mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því tímabili sem er framundan, þessu svokallaða „post-Covid“ tímabili. Það er mjög augljóst að þessar vaxtahækkanir koma mjög misvel við heimilin í landinu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir þessa aðstoð sérstaklega mikilvæga fyrir ungt fólk og tekjulága, sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna vaxtahækkana. „Sum heimili skulda lítið og þá kemur þetta ekki eins illa við þau en svo er það unga fólkið sem er jafnvel nýfarið inn á markaðinn. Þá er þetta erfitt og ég tel að bankarnir eigi að koma að þessu og aðstoða þessi heimili og líka tekjulægstu heimilin,“ segir Lilja. En hvernig leggur hún til að farið verði að þessu? „Ég er svolítið að varpa boltanum yfir til þeirra en eins og við vitum er hluti af þeim í ríkiseigu og mér þætti hreinlega vænt um það ef þeir kæmu sjálfi með tillögu að þessu,“ segir Lilja og nefnir að stjórnvöld geti líka gripið inn í og nefnir til dæmis aðferðir Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. „Árið 1981 setti hún á svona skatt til að koma til móts við akkúrat svipaðar aðstæður til að jafna stöðu fólksins í landinu,“ segir Lilja og segist stöðugt ræða efnahagsmálin við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við erum alltaf að ræða efnahagsmálin,“ segir Lilja. Efnahagsmál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Íslandsbanki birti í dag hagnað upp á 23,7 milljarða króna en áður hafði Landsbankinn greint frá 28,9 milljarða hagnaði og Arion banki hagnaðist um 28,6 milljarða. Landsbankinn hefur greint frá því að hluthöfum verði greiddir rúmir 14 milljarðar í arð, en ríkið á um 95 prósent í bankanum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur kallað eftir því að bankarnir í landinu taki þátt í að koma samfélaginu út úr faraldrinum. Með „ofurhagnaði“ sínum séu þeir í góðri stöðu til að létta undir með heimilunum, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. „Ég tel bara mjög mikilvægt að bankarnir taki þátt í því tímabili sem er framundan, þessu svokallaða „post-Covid“ tímabili. Það er mjög augljóst að þessar vaxtahækkanir koma mjög misvel við heimilin í landinu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir þessa aðstoð sérstaklega mikilvæga fyrir ungt fólk og tekjulága, sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna vaxtahækkana. „Sum heimili skulda lítið og þá kemur þetta ekki eins illa við þau en svo er það unga fólkið sem er jafnvel nýfarið inn á markaðinn. Þá er þetta erfitt og ég tel að bankarnir eigi að koma að þessu og aðstoða þessi heimili og líka tekjulægstu heimilin,“ segir Lilja. En hvernig leggur hún til að farið verði að þessu? „Ég er svolítið að varpa boltanum yfir til þeirra en eins og við vitum er hluti af þeim í ríkiseigu og mér þætti hreinlega vænt um það ef þeir kæmu sjálfi með tillögu að þessu,“ segir Lilja og nefnir að stjórnvöld geti líka gripið inn í og nefnir til dæmis aðferðir Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. „Árið 1981 setti hún á svona skatt til að koma til móts við akkúrat svipaðar aðstæður til að jafna stöðu fólksins í landinu,“ segir Lilja og segist stöðugt ræða efnahagsmálin við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við erum alltaf að ræða efnahagsmálin,“ segir Lilja.
Efnahagsmál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57
Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21