Efnahagsmál

Fréttamynd

Ríf­lega tveggja milljarða af­gangur á Akur­eyri

Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar gekk vel og var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Minnkandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og nokkru hærri tekjur, höfðu jákvæð áhrif. Niðurstaðan er jákvæð um rúma tvo milljarða króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir afgangi upp á tæplega hálfan milljarð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá aukinni verð­bólgu

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77 prósent á milli mánaða í apríl og að verðbólga aukist úr 3,8 prósentum í 4,0 prósent. Aukningin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Skýr skila­boð“ Ís­lands og skilningur ESB en engar tryggingar

Tollastríðið hefur þegar eyðilagt mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum að sögn hagfræðings. Evrópusambandið hefur fullan skilning á stöðu Íslands að sögn forsætisráðherra sem fékk þó enga tryggingu fyrir því á fundum með leiðtogum í Brussel í dag að mögulegar gagnaðgerðir ESB muni ekki bitna á Íslandi. Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið báru einnig á góma.

Innlent
Fréttamynd

Breyting á samsköttun hafi mest á­hrif á tekjuháa karla yfir fer­tugu

Samsköttun hjóna og sambúðarfólks eykur í langflestum tilfellum ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, og hefur áhrif á innan við fimm prósent skattgreiðenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu þar sem einnig segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti. Fyrirhuguð breyting á samsköttun mun að sögn sérfræðings í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur.

Innlent
Fréttamynd

Hita­stigið í hag­kerfinu hærra en áður var talið

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4 prósent í ár og 2,1 prósent á næsta ári. Þá spáir bankinn að verðbólga muni halda áfram að hjaðna til ársins 2027. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og telur bakinn að það fari nú hægt af stað á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fátt rök­rétt við lækkanirnar

Hlutabréfagreinandi segir ljóst að verðlækkanir á hlutabréfum hér á landi megi rekja til þess að fjárfestar leitast nú við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem bera mikla áhættu. Lítil rök séu á bak við lækkanir, til að mynda á íslenskum arðgreiðslufélögum sem enga tengingu hafa við Bandaríkjamarkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup­máttur jókst á milli ára

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi aukist um 2,8 prósent í fyrra borið saman við árið 2023. Á sama tímabili jókst verðbólga um 5,9 prósent. Laun hækkuðu um 6,6 prósent að meðaltali á milli ára í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sí­fellt erfiðara fyrir al­menning að eignast þak yfir höfuðið

Á síðustu 15 árum hafa aðgerðir og aðgerðarleysi yfirvalda torveldað venjulegu fólki að eignast húsnæði. Markmið yfirvalda hefur ekki verið að þrengja að möguleikum fólks til að eignast þak yfir höfuðið heldur hafa önnur markmið ráðið för án þess að huga að áhrifum þeirra á húsnæðismarkaðinn. Með því að herða útlánareglur til íbúðakaupa, takmarka lóðaúthlutanir og þyngja regluverk skipulagsmála er svo komið að sveitarfélög ráða ekki við að uppfylla skyldur sínar um að tryggja nægt framboð á húsnæði. Þessi staða hefur skapað íbúðaskort og hækkað verð fasteigna langt umfram annað verðlag, sem síðan ýtir upp vöxtum á íbúðlánum. Afleiðingin er að íbúðaskortur eykst, húsnæðisliður viðheldur hárri verðbólgu og launafólk ræður ekki við að kaupa sína fyrstu eign.

Umræðan
Fréttamynd

„Af hverju var það sem var sagt á fimmtu­degi svikið á mánu­degi?“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bæði von­brigði og léttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Allt að því hroki eða yfir­læti“ að tala um reynslu­leysi

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja gefa lítið fyrir tal um ætlað reynsluleysi Flokks fólksins og áhrif þess á stjórnarsambandið. Formaður Viðreisnar segir slíkt tal merki um hroka og yfirlæti og bendir á að Viðreisn og Flokkur fólksins hafi boðið fram fyrst sama árið.

Innlent
Fréttamynd

Halla­rekstur stöðvaður á næstu tveimur árum

Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Verð­bólga heldur á­fram að hjaðna

Verðbólga mælist nú 3,8 prósent og hefur ekki verið minni frá því í desember árið 2020 þegar hún mældist 3,6 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,37 prósent á milli mánaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tollastríðið gæti vel haft á­hrif á lífs­kjör al­mennings

Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Seðlabankastjóri segir mikinn viðnámsþrótt í efnahagskerfinu en tollastríð gæti þó haft neikvæð áhrif á lífskjör almennings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­skoranir og tæki­færi alþjóða­við­skipta á óvissutímum

Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni.

Skoðun