Formúla 1

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skammstöfun Michaels Schumacher má sjá niðri til vinstri á hjálminum.
Skammstöfun Michaels Schumacher má sjá niðri til vinstri á hjálminum.

Michael Schumacher skrifaði nafn sitt með hjálp eiginkonu sinnar, Corrinu, á hjálm til styrktar góðu málefni.

Schumacher var einn fjölmargra sem skrifaði á hjálm Sir Jackies Stewart sem verður seldur á uppboði til að afla fjár fyrir góðgerðarsamtök Stewart sem beita sér í baráttunni gegn heilabilun.

Hjálmurinn, sem Stewart, sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, verður sýndur fyrir kappaksturinn í Barein í dag. Hinn 85 ára Stewart mun einnig aka Tyrrell-bílnum sem hann varð heimsmeistari í 1973 einn hring fyrir kappaksturinn.

„Það var dásamlegt að Michael gat áritað hjálminn fyrir þessa verðugu baráttu, fyrir sjúkdóm sem engin lækning er við. Konan hans hjálpaði honum og þar með voru nöfn allra heimsmeistara sem eru enn á lífi á hjálminum,“ sagði Stewart.

Hann hleypti samtökunum Race Against Dementia af stokkunum eftir að eiginkona hans byrjaði að glíma við heilabilun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×